Fleiri fréttir

Löwen og Melsun­gen á­fram í bikarnum

Rhein-Neckar Löwen, Melsungen, Kiel og Minden eru komin í 8-liða úrslit þýska bikarsins í handbolta. Löwen og Melsungen slógu út Íslendingalið Stuttgart og Bergischer.

Hamilton sleginn til riddara

Sir Lewis Hamilton - sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri - var í dag sleginn til riddara. Aðeins eru örfáir dagar síðan Hamilton tapaði heimsmeistaratitli sínum til Max Verstappen í Abú Dabí kappakstrinum eftir gríðarlega dramatík.

Elvar Már magnaður í svekkjandi tapi

Elvar Már Friðriksson fór mikinn er lið hans Antwerp Giants henti frá sér sigri gegn Crailsheim Merlins í Evrópubikar FIBA í kvöld, lokatölur 91-86.

Eva Björk markahæst yfir jólin

Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir er markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna nú þegar deildin er komin í frí fram á nýtt ár.

Þórir kominn með norska liðið í undan­úr­slit

Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sigurs gegn Rússlandi á HM kvenna í handbolta í dag. Noregur vann öruggan sex marka sigur, 34-28, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum mótsins.

Leik Burnley og Watford frestað

Leik Jóhanns Bergs Guðmundssonar og félaga í Burnley gegn Watford hefur verið frestað vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum Watford. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu.

Þórsarar lögðu Ármann

Síðari leikur gærkvöldsins í tíundu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór svo að Þór vann Ármann 16-8.

Vallea rústaði Sögu

Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á stórsigri Vallea á Sögu 16-5.

Modric og Marcelo smitaðir

Real Madrid þarf að spjara sig án Króatans Luka Modric og Brasilíumannsins Marcelo í síðustu leikjum ársins í spænsku deildinni í fótbolta.

Íslandsmethafinn fer í skóla í Texas

Texas State University tilkynnti í dag að frjálsíþróttalið skólans hafi fengið flottan liðstyrk frá Íslandi því Elísabet Rut Rúnarsdóttir hefur ákveðið að hefja nám í skólanum.

Leikmenn hverfa á miðju HM kvenna í handbolta

Íranska landsliðið er að keppa á HM kvenna í handbolta sem nú stendur yfir á Spáni. Það lítur út fyrir það að það munu ekki allir leikmenn liðsins skila sér heim af mótinu. Þá sögu geta fleiri lönd sagt.

Zlatan skiptist á jólagjöfum við páfann

Sænski fótboltamaðurinn Zlatan Ibrahimovic er í guðatölu hjá mörgum, þar á meðal sjálfum sér. Hann fékk að heimsækja Frans páfa í Vatíkanið þar sem þeir skiptust á jólagjöfum.

Agüero hættur

Sergio Agüero er hættur í fótbolta vegna hjartavandamála. Hann er 33 ára.

Fylgstu með þessum á HM í pílukasti

Í kvöld hefst heimsmeistaramótið í pílukasti í Alexandra höllinni í London. Mótið nýtur mikilla vinsælda hér á landi og er orðinn ómissandi hluti af aðventunni hjá mörgum.

Spádómur Jónasar um Guðjón rættist

Spá Jónasar Þórhallssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, um að Guðjón Þórðarson ætti eftir að eiga erfitt með að finna sér vinnu í fótboltanum hér á landi eftir að hann kærði Grindavík reyndist réttur.

Skoraði í hundraðasta leiknum í annað skipti á ferlinum

Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, skoraði eitt af sjö mörkum liðsins í stórsigri gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann var að spila sinn hundraðasta deildarleik fyrir félagið, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann skorar í sínum hundraðasta leik.

Ekkert pláss fyrir Salah í heimsliði FIFPro

Í dag var tilkynnt um þá 23 leikmenn sem koma til greina í heimsliði FIFPro þetta árið. Enska úrvalsdeildin á þar tíu fulltrúa, en ekkert pláss er fyrir einn heitasta sóknarmann heimsins um þessar mundir, Mohamed Salah.

Spánverjar í undanúrslit á heimavelli

Spænska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsin í handbolta sem fram fer á Spáni um þessar mundir með fimm marka sigri gegn Þjóðverjum, 26-21.

Viktor Gísli og félagar enn taplausir

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG unnu nokkuð sannfærandi níu marka sigur er liðið tók á móti Sønderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur uðru 35-26, en Viktor og félagar haf ekki enn tapað leik á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir