Fleiri fréttir

Hitaði upp fyrir HM með þremur Norðurlandametum

Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir heldur áfram að bæta við góðan árangur sinn í ólympískum lyftingum á þessu ári og er hluti af hinni stórskemmtilegu kynslóð af íslenskum lyftingakonum sem eru að koma upp.

Keppa í snjó á CrossFit mótinu í eyðimörkinni

Keppendur í CrossFit íþróttinni eiga að geta átt von á öllu þegar kemur að keppnisgreinum, meira að segja að keppa í snjó þegar úti er þrjátíu stiga hiti og eyðimörk í næsta nágrenni.

„Hún er stórkostlegasta manneskja sem ég hef kynnst“

Alfreð Gíslason segir að síðustu mánuðir hafi verið afar erfiðir. Eiginkona hans til rúmlega fjörutíu ára, Kara Guðrún Melstað, lést í lok maí. Alfreð lýsir henni sem stórkostlegustu manneskju sem hann hafi kynnst.

Spilaði í stuttermatreyju í snjóbyl

Karítas Tómasdóttir lét snjóinn og kuldann í gær ekki á sig fá og spilaði í stuttermatreyju gegn Real Madrid í síðasta heimaleik Breiðabliks í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Lugu til um þyngd leikmanna Þóris

Norska handknattleikssambandið sendi inn falskar upplýsingar um þyngd leikmanna kvennalandsliðsins sem spilar á HM á Spáni. Alþjóða sambandið, IHF, hefur verið gagnrýnt fyrir að upplýsingum um þyngd leikmanna sé dreift á heimasíðu mótsins og í sjónvarpi, enda sé slíkt óþarfi.

Curry nálgast þristamet Allens og Miami vann meistarana

Stephen Curry nálgast óðum met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Curry setti niður sex þrista í 104-94 sigri Golden State Warriors á Portland Trail Blazers í nótt og vantar nú aðeins níu þrista til að jafna met Allens.

Salzburg og Lille fóru áfram úr opnasta riðlinum

Það var allt galopið fyrir lokaumferð G-riðils í Meistaradeild Evrópu. Öll fjögur liðin áttu möguleika á að komast áfram. Það fór hins vegar þannig að Lille og Salzburg fóru upp úr riðlinum eftir leiki kvöldsins.

Bayern og Ben­fi­ca sendu Barcelona í Evrópu­deildina

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er lokið. Eftir kvöldið er ljóst að Barcelona er á leið í Evrópudeildina eftir áramót en liðið átti aldrei möguleika er það sótti Bayern München heim. Þá vann Benfica öruggan sigur á Dynamo Kíev.

Leik Atalanta og Villareal frestað vegna veðurs | Spilað í Kópa­vogi

Leikur Atalanta og Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu mun fara fram á morgun þar sem veðuraðstæður í Bergamo á Ítalíu leyfa einfaldlega ekki knattspyrnuiðkun sem stendur. Sömu sögu er ekki að segja úr Kópavogi þar sem hefur einnig snjóað gríðarlega í kvöld.

Stór­sigrar hjá Wolfs­burg og PSG

Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Wolfsburg og París Saint-Germain unnu bæði. stórsigra.

Magomed Ozdoev tryggði Juventus toppsætið

Timo Werner skoraði tvívegis er Chelsea gerði 3-3 jafntefli á útivelli við Zenit St. Pétursborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það þýddi að Juventus vann riðilinn þökk sé 1-0 sigri á Malmö.

Frá­bær leikur Elvars dugði ekki til

Landsiðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson átti virkilega góðan leik er lið hans Antwerp Giants tapaði fyrir Kyiv Basket í Evrópubikarnum í kvöld, lokatölur 90-82.

Aron Einar skoraði í tapi

Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark Al Arabi er liðið datt út gegn Qatar SC í bikarkeppninni í Katar í dag eftir 2-3 tap á heimavelli.

Átta leikmenn Spurs smitaðir

Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir