Körfubolti

Doncic viðurkennir að vera of þungur og í slæmu formi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luka Doncic segist þurfa að skafa aðeins af sér.
Luka Doncic segist þurfa að skafa aðeins af sér. getty/Ron Jenkins

Luka Doncic, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, viðurkennir að hann sé of þungur og ekki í nógu góðu formi.

Doncic hefur verið gagnrýndur fyrir að vera í slæmu líkamlegu ásigkomulagi og Slóveninn segir gagnrýnina skiljanlega.

„Fólk mun tala um þetta, já og nei. Ég veit ég þarf að gera betur,“ sagði Doncic. Samkvæmt heimildum ESPN var hann um 118 kíló þegar hann mætti til æfinga fyrir tímabilið. Hinn rúmlega tveggja metra hái Doncic er venjulega í kringum 104 kíló.

„Þetta var langt sumar. Ég var á Ólympíuleikunum, fékk svo þriggja vikna frí og slakaði á, kannski of mikið. Ég þarf bara að komast aftur á rétta braut.“

Á þessu tímabili er Doncic með 25,5 stig, 7,9 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik en aðeins 44,4 prósent skotnýtingu.

Dallas Mavericks hefur gengið illa að undanförnu og tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum. Liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×