Hitaði upp fyrir HM með þremur Norðurlandametum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 12:01 Eygló Fanndal Sturludóttir er á leið á heimsmeistaramótið í Úsbekistan. Instagram/@eyglo_fanndal Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir heldur áfram að bæta við góðan árangur sinn í ólympískum lyftingum á þessu ári og er hluti af hinni stórskemmtilegu kynslóð af íslenskum lyftingakonum sem eru að koma upp. Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga. Lyftingar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Fleiri fréttir Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira
Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga.
Lyftingar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Fleiri fréttir Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira