Körfubolti

Curry nálgast þristamet Allens og Miami vann meistarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stephen Curry hefur skorað 2964 þriggja stiga körfur á ferli sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Sex þeirra komu gegn Portland Trail Blazers í nótt.
Stephen Curry hefur skorað 2964 þriggja stiga körfur á ferli sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Sex þeirra komu gegn Portland Trail Blazers í nótt. getty/Thearon W. Henderson

Stephen Curry nálgast óðum met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Curry setti niður sex þrista í 104-94 sigri Golden State Warriors á Portland Trail Blazers í nótt og vantar nú aðeins níu þrista til að jafna met Allens.

Curry skoraði 22 stig og Jordan Poole var með tuttugu stig fyrir Golden State sem er á toppi Vesturdeildarinnar með 21 sigur og fjögur töp.

Miami Heat vann meistara Milwaukee Bucks í uppgjöri tveggja af bestu liða Austurdeildarinnar, 113-104. 

Caleb Martin skoraði 28 stig fyrir Miami og Kyle Lowry var með 22 stig og þrettán stoðsendingar. Jrue Holiday skoraði 27 stig fyrir Milwaukee.

Óvænt sigurganga Houston Rockets hélt áfram þegar liðið lagði Brooklyn Nets að velli, 114-104, á heimavelli. Þetta var sjöundi sigur Houston í röð. Liðið tapaði fimmtán af fyrstu sextán leikjum sínum en hefur svo farið á mikið flug.

Eric Gordon skoraði 21 stig fyrir Houston og Garrison Matthews nítján. James Harden skoraði 25 stig fyrir Brooklyn á sínum gamla heimavelli. Harden hitti aðeins úr fjórum af sextán skotum sínum utan af velli en skoraði fjórtán stig af vítalínunni.

Nikola Jokic var með myndarlega þrefalda tvennu þegar Denver Nuggets vann New Orleans Pelicans, 114-120. Serbinn skoraði 39 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Will Barton kom næstur með tuttugu stig.

Úrslitin í nótt

  • Golden State 104-94 Portland
  • Miami 113-104 Milwaukee
  • Houston 114-Brooklyn
  • New Orleans 114-120 Denver
  • Memphis 96-104 Dallas
  • Charlotte 106-110 Philadelphia
  • Cleveland 115-92 Chicago
  • Detroit 116-119 Washington
  • Indiana 122-102 NY Knicks
  • Toronto 109-110 Oklahoma
  • Minnesota 104-136 Utah
  • Sacramento 142-130 Orlando
  • LA Clippers 114-111 Boston

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×