Jú, það eru líka skoruð sjálfsmörk í handbolta: Sjáðu skondið sjálfsmark í Olís Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 12:30 Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði þrjú mörk í Eyjum, tvö mörk í rétt mark og eitt í vitlaust mark. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan fjallaði um elleftu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðasta þætti og þar á meðal um 78 marka leik ÍBV og HK í Vestmannaeyjum. Eitt af þessum 78 mörkum í leiknum var nefnilega mjög sérstakt mark. „Það var eitt mjög ótrúlegt atvik í þessum leik. Það var skorað sjálfsmark. Það var furðulegt sjálfsmark, heldur betur. Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði þetta mark hérna,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, og sýndi markið umrædda. „Sjáið þetta. Þetta sér maður ekki á hverjum degi í handboltaleik,“ sagði Stefán. Það má sjá markið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Skondið sjálfsmark í Vestmannaeyjum Þeir sem halda að það séu bara skoruð sjálfsmörk í fótbolta vita betur eftir þennan mikla markaleik í Eyjum. Hjörtur Ingi Halldórsson var að reyna að halda boltanum í leik og innan síns liðs en um leið og hann kastaði boltanum aftur fyrir sig þá var markvörður hans kominn of framarlega. Markvörðurinn missti af boltanum sem sigldi alla leið í mark, eigið mark. „Þetta er ótrúlegt. Þetta er magnað,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Rúnar, þetta er eiginlega bara frábær afgreiðsla hjá honum,“ sagði Stefán Árni. „Honum finnst þetta kannski leiðinlegt núna en eftir eitt til tvö ár þá hann bara eftir að vera stoltur af þessu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan þá rifjuðu Jóhann og Rúnar einnig upp annað sjálfsmark í efstu deild handboltans á Íslandi. Olís-deild karla ÍBV HK Seinni bylgjan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Það var eitt mjög ótrúlegt atvik í þessum leik. Það var skorað sjálfsmark. Það var furðulegt sjálfsmark, heldur betur. Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði þetta mark hérna,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, og sýndi markið umrædda. „Sjáið þetta. Þetta sér maður ekki á hverjum degi í handboltaleik,“ sagði Stefán. Það má sjá markið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Skondið sjálfsmark í Vestmannaeyjum Þeir sem halda að það séu bara skoruð sjálfsmörk í fótbolta vita betur eftir þennan mikla markaleik í Eyjum. Hjörtur Ingi Halldórsson var að reyna að halda boltanum í leik og innan síns liðs en um leið og hann kastaði boltanum aftur fyrir sig þá var markvörður hans kominn of framarlega. Markvörðurinn missti af boltanum sem sigldi alla leið í mark, eigið mark. „Þetta er ótrúlegt. Þetta er magnað,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Rúnar, þetta er eiginlega bara frábær afgreiðsla hjá honum,“ sagði Stefán Árni. „Honum finnst þetta kannski leiðinlegt núna en eftir eitt til tvö ár þá hann bara eftir að vera stoltur af þessu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan þá rifjuðu Jóhann og Rúnar einnig upp annað sjálfsmark í efstu deild handboltans á Íslandi.
Olís-deild karla ÍBV HK Seinni bylgjan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira