Fleiri fréttir Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12.7.2021 07:33 Strípalingur á Wembley: „Þyrftum eiginlega að hafa Óla Kristjáns á teikniborðinu“ Strípalingur komst inn á völlinn á Wembley í gærkvöld á meðan úrslitaleikur Englands og Ítalíu stóð yfir og sá gat hlaupið töluvert um áður en öryggisverðir sneru hann niður. Farið var yfir atvikið í EM í dag eftir leik gærkvöldsins sem Ítalir unnu eftir vítakeppni. 12.7.2021 07:01 Dagskráin í dag: Nóg um að vera í Pepsi Max-deildunum EM er afstaðið en það er þrátt fyrir það nóg um að vera í sportinu á Stöð 2 Sport. Fjórir leikir í Pepsi Max-deildum karla og kvenna eru á dagskrá í dag. 12.7.2021 06:01 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11.7.2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11.7.2021 23:10 „Verður sárt það sem eftir lifir ferilsins“ Harry Kane, fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, var að vonum niðurbrotinn eftir tap Englands í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum. 11.7.2021 22:55 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11.7.2021 22:45 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11.7.2021 22:30 Dýrkeyptar skiptingar Southgate Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði tvær dýrkeyptar skiptingar undir lok framlengingar í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum í kvöld. Ítalir unnu 3-2 eftir vítaspyrnukeppni þar sem varamenn Southgate klikkuðu. 11.7.2021 22:10 Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11.7.2021 21:55 Aldrei verið skorað eins snemma Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, kom þeim ensku yfir í úrslitum Evrópumótsins snemma leiks. England leiðir 1-0 í hálfleik á Wembley í Lundúnum. 11.7.2021 19:50 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Tindastóll 2-0 | Þróttur upp í þriðja sætið Þróttur vann 2-0 sigur á Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna á Eimskipsvellinum í Laugardal í kvöld. Tindastóll er sem fyrr á botni deildarinnar en Þróttur fer upp í þriðja sæti með sigrinum. 11.7.2021 18:55 Vann Opna skoska eftir bráðabana Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins. 11.7.2021 18:30 Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Óbreytt hjá Ítölum en Trippier kemur inn hjá Englandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Dönum í undanúrslitum EM fyrir úrslitaleikinn við Ítali í kvöld. Ítalir eru með óbreytt lið frá sigri sínum á Spáni. 11.7.2021 17:45 Sjáðu markið: Kolbeinn skoraði í fyrsta sigrinum síðan í apríl Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum í 3-2 sigri Gautaborgar á Östersunds í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gautaborg hafði aðeins unnið einn leik fram að leik dagsins. 11.7.2021 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 1-1 | Jafnt í hörkuleik á Akureyri Þór/KA og ÍBV eru enn hlið við hlið í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli í fyrsta leik 10. umferð deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Þór/KA yfir en gestirnir jöfnuðu skömmu síðar og þar við sat. 11.7.2021 17:05 Bergrún Ósk bætti eigið Íslandsmet Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi í dag er hún keppti á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í Kaplakrika í gær. 11.7.2021 17:01 Djokovic sigraði á Wimbledon og jafnaði met Federers og Nadal Serbinn Novak Djokovic vann sjötta Wimbledon-titil sinn í tennis í Lundúnum í dag eftir sigur á Ítalanum Matteo Berrettini í úrslitum. Með því jafnaði hann met yfir flesta risatitla á ferlinum. 11.7.2021 16:55 Sjáðu sigurmarkið sem Ísak Bergmann lagði upp Þrír íslenskir landsliðsmenn í knattspyrna voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 11.7.2021 16:15 England verður í fimm manna vörn í úrslitaleiknum Sky Sports hefur staðfest að England verði í fimm manna vörn í kvöld er liðið mætir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta. Byrjunarliðið má finna hér að neðan. 11.7.2021 15:30 Mirza skiptir Garðabænum út fyrir Grafarvoginn Mirza Sarajlija hefur samið við Fjölni í 1. deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Mirza lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en mun nú færa sig niður um deild. 11.7.2021 14:30 Martin segist ekki vera á förum frá Valencia Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segir ekkert til í þeim orðrómum að hann sé á förum frá spænska körfuknattleiksfélaginu Valencia. 11.7.2021 14:01 Ítalska liðið heldur í hefðirnar Fótboltamenn og íþróttafólk almennt á það til að vera mjög vanafast og í raun hjátrúafullt. Þetta hefur ítalska landsliðið í knattspyrnu sannað það sem af er Evrópumótinu í fótbolta. 11.7.2021 12:32 Segir Conor Coady leikmann mótsins Val Steve Holland, aðstoðarþjálfara Englands, á besta leikmanni Evrópumótsins í fótbolta kom töluvert á óvart en að hans mati er Conor Coady, leikmaður Wolves, besti leikmaður Englands til þessa. Coady hefur ekkert spilað á mótinu. 11.7.2021 12:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11.7.2021 11:00 Loksins vann Messi titil með Argentínu Argentína vann Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á Brasilíu í nótt. Er þetta fyrsti titill Lionel Messi með Argentínu. 11.7.2021 10:09 Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11.7.2021 09:00 Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“ Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. 11.7.2021 08:00 Bara síðasti sentímetrinn eftir Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi leik liðsins við England í úrslitum Evrópumótsins í kvöld. Þetta kann að vera hans síðasti séns til að vinna titil á stórmóti. 11.7.2021 07:00 Dagskráin í dag: Úrslitastund á Wembley, Pepsi Max-deildin, golf og NBA Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Hæst ber úrslitaleikur Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta á Wembley. 11.7.2021 06:00 Íslandsmeistarinn fagnaði sigri og lék hring með Game of Thrones-stjörnu Blær Örn Ásgeirsson, Íslandsmeistari í frisbígolfi, eða folfi, vann í dag sigur á PCS Sula Open, sterku móti í Noregi. Á fyrsta hring mótsins var frægur heimamaður í ráshópi Blæs. 10.7.2021 23:01 Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld. 10.7.2021 22:01 Fagnaði sigri á Wimbledon í fyrsta sinn Hin ástralska Ashleigh Barty fagnaði sigri á Wimbledon-mótinu í tennis í dag eftir sigur á hinni tékknesku Karolinu Pliskova í úrslitum. Barty vann þar með sinn annan risatitil á ferlinum og fyrsta Wimbledon-titil. 10.7.2021 21:30 Stjarnan fær liðsstyrk úr Mosfellsbæ Handboltalið Stjörnunnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við markvörðinn Arnór Frey Stefánsson, sem kemur til liðsins frá Aftureldingu. 10.7.2021 20:45 Elsa setti þrjú heimsmet eftir að hafa æft aðeins í tvö ár Elsa Pálsdóttir þríbætti í dag heimsmet í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri í sínum aldurs- og þyngdarflokki á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum í Plzen í Tékklandi. 10.7.2021 20:30 Elísabet drottning sendi kveðju til landsliðsins Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, sendi hamingjuóskir og baráttukveðjur til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og enska liðsins í aðdraganda úrslitaleiks liðsins á EM við Ítalíu á Wembley annað kvöld. 10.7.2021 20:00 Sjáðu mörkin úr endurkomusigri HK gegn Fylki HK vann í gær 2-1 útisigur á Fylki í síðasta leik elleftu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. Sigurinn er liðinu mikilvægur í botnbaráttunni. 10.7.2021 19:45 Hlaut brons og setti Íslandsmet Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon sló vikugamalt Íslandsmet Hlyns Andréssonar í 5000 metra hlaupi er hann hlaut brons í greininni á Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tallinn í Eistlandi. 10.7.2021 19:16 Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10.7.2021 18:45 Viðar Ari á skotskónum annan leikinn í röð Viðar Ari Jónsson skoraði annað mark Sandefjord í 2-0 sigri á Sarpsborg í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Viðar skoraði þar með í öðrum leiknum í röð í deildinni. 10.7.2021 18:30 Deila forystunni fyrir lokahringinn Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiða Opna skoska meistaramótið í golfi fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Búast má við mikilli spennu á toppnum. 10.7.2021 17:45 Bræður framlengja við KA Í dag framlengdu bræðurnir Hallgímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir báðir samning sínum við KA. Þeir eru nú báðir samningsbundnir félaginu út sumarið 2023. 10.7.2021 17:01 Kórdrengir upp í þriðja sæti eftir sigur gegn Vestra Kórdrengir unnu í dag mikilvægan 2-0 sigur gegn Vestra í Lengjudeild karla. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, en það eru Kórdrengir sem halda í við toppliðin með sigrinum. 10.7.2021 16:03 Ingibjörg og Amanda steinlágu í norska boltanum Fjórum leikjum er nú lokið í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir komu báðar við sögu þegar að lið þeirra, Vålerenga tapaði 3-0 gegn Sandviken. 10.7.2021 15:09 Phil Foden æfði ekki með enska liðinu í morgun Phil Foden var hvergi sjáanlegur á æfingu enska landsliðsins í morgun. Samkvæmt heimildum Sky Sports eru það varúðarráðstafanir vegna smávægilegra meiðsla. 10.7.2021 15:01 Sjá næstu 50 fréttir
Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12.7.2021 07:33
Strípalingur á Wembley: „Þyrftum eiginlega að hafa Óla Kristjáns á teikniborðinu“ Strípalingur komst inn á völlinn á Wembley í gærkvöld á meðan úrslitaleikur Englands og Ítalíu stóð yfir og sá gat hlaupið töluvert um áður en öryggisverðir sneru hann niður. Farið var yfir atvikið í EM í dag eftir leik gærkvöldsins sem Ítalir unnu eftir vítakeppni. 12.7.2021 07:01
Dagskráin í dag: Nóg um að vera í Pepsi Max-deildunum EM er afstaðið en það er þrátt fyrir það nóg um að vera í sportinu á Stöð 2 Sport. Fjórir leikir í Pepsi Max-deildum karla og kvenna eru á dagskrá í dag. 12.7.2021 06:01
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11.7.2021 23:30
„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11.7.2021 23:10
„Verður sárt það sem eftir lifir ferilsins“ Harry Kane, fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, var að vonum niðurbrotinn eftir tap Englands í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum. 11.7.2021 22:55
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11.7.2021 22:45
Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11.7.2021 22:30
Dýrkeyptar skiptingar Southgate Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði tvær dýrkeyptar skiptingar undir lok framlengingar í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum í kvöld. Ítalir unnu 3-2 eftir vítaspyrnukeppni þar sem varamenn Southgate klikkuðu. 11.7.2021 22:10
Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11.7.2021 21:55
Aldrei verið skorað eins snemma Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, kom þeim ensku yfir í úrslitum Evrópumótsins snemma leiks. England leiðir 1-0 í hálfleik á Wembley í Lundúnum. 11.7.2021 19:50
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Tindastóll 2-0 | Þróttur upp í þriðja sætið Þróttur vann 2-0 sigur á Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna á Eimskipsvellinum í Laugardal í kvöld. Tindastóll er sem fyrr á botni deildarinnar en Þróttur fer upp í þriðja sæti með sigrinum. 11.7.2021 18:55
Vann Opna skoska eftir bráðabana Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins. 11.7.2021 18:30
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Óbreytt hjá Ítölum en Trippier kemur inn hjá Englandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Dönum í undanúrslitum EM fyrir úrslitaleikinn við Ítali í kvöld. Ítalir eru með óbreytt lið frá sigri sínum á Spáni. 11.7.2021 17:45
Sjáðu markið: Kolbeinn skoraði í fyrsta sigrinum síðan í apríl Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum í 3-2 sigri Gautaborgar á Östersunds í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gautaborg hafði aðeins unnið einn leik fram að leik dagsins. 11.7.2021 17:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 1-1 | Jafnt í hörkuleik á Akureyri Þór/KA og ÍBV eru enn hlið við hlið í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli í fyrsta leik 10. umferð deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Þór/KA yfir en gestirnir jöfnuðu skömmu síðar og þar við sat. 11.7.2021 17:05
Bergrún Ósk bætti eigið Íslandsmet Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi í dag er hún keppti á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í Kaplakrika í gær. 11.7.2021 17:01
Djokovic sigraði á Wimbledon og jafnaði met Federers og Nadal Serbinn Novak Djokovic vann sjötta Wimbledon-titil sinn í tennis í Lundúnum í dag eftir sigur á Ítalanum Matteo Berrettini í úrslitum. Með því jafnaði hann met yfir flesta risatitla á ferlinum. 11.7.2021 16:55
Sjáðu sigurmarkið sem Ísak Bergmann lagði upp Þrír íslenskir landsliðsmenn í knattspyrna voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 11.7.2021 16:15
England verður í fimm manna vörn í úrslitaleiknum Sky Sports hefur staðfest að England verði í fimm manna vörn í kvöld er liðið mætir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta. Byrjunarliðið má finna hér að neðan. 11.7.2021 15:30
Mirza skiptir Garðabænum út fyrir Grafarvoginn Mirza Sarajlija hefur samið við Fjölni í 1. deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Mirza lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en mun nú færa sig niður um deild. 11.7.2021 14:30
Martin segist ekki vera á förum frá Valencia Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segir ekkert til í þeim orðrómum að hann sé á förum frá spænska körfuknattleiksfélaginu Valencia. 11.7.2021 14:01
Ítalska liðið heldur í hefðirnar Fótboltamenn og íþróttafólk almennt á það til að vera mjög vanafast og í raun hjátrúafullt. Þetta hefur ítalska landsliðið í knattspyrnu sannað það sem af er Evrópumótinu í fótbolta. 11.7.2021 12:32
Segir Conor Coady leikmann mótsins Val Steve Holland, aðstoðarþjálfara Englands, á besta leikmanni Evrópumótsins í fótbolta kom töluvert á óvart en að hans mati er Conor Coady, leikmaður Wolves, besti leikmaður Englands til þessa. Coady hefur ekkert spilað á mótinu. 11.7.2021 12:00
Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11.7.2021 11:00
Loksins vann Messi titil með Argentínu Argentína vann Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á Brasilíu í nótt. Er þetta fyrsti titill Lionel Messi með Argentínu. 11.7.2021 10:09
Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11.7.2021 09:00
Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“ Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. 11.7.2021 08:00
Bara síðasti sentímetrinn eftir Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi leik liðsins við England í úrslitum Evrópumótsins í kvöld. Þetta kann að vera hans síðasti séns til að vinna titil á stórmóti. 11.7.2021 07:00
Dagskráin í dag: Úrslitastund á Wembley, Pepsi Max-deildin, golf og NBA Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Hæst ber úrslitaleikur Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta á Wembley. 11.7.2021 06:00
Íslandsmeistarinn fagnaði sigri og lék hring með Game of Thrones-stjörnu Blær Örn Ásgeirsson, Íslandsmeistari í frisbígolfi, eða folfi, vann í dag sigur á PCS Sula Open, sterku móti í Noregi. Á fyrsta hring mótsins var frægur heimamaður í ráshópi Blæs. 10.7.2021 23:01
Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld. 10.7.2021 22:01
Fagnaði sigri á Wimbledon í fyrsta sinn Hin ástralska Ashleigh Barty fagnaði sigri á Wimbledon-mótinu í tennis í dag eftir sigur á hinni tékknesku Karolinu Pliskova í úrslitum. Barty vann þar með sinn annan risatitil á ferlinum og fyrsta Wimbledon-titil. 10.7.2021 21:30
Stjarnan fær liðsstyrk úr Mosfellsbæ Handboltalið Stjörnunnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við markvörðinn Arnór Frey Stefánsson, sem kemur til liðsins frá Aftureldingu. 10.7.2021 20:45
Elsa setti þrjú heimsmet eftir að hafa æft aðeins í tvö ár Elsa Pálsdóttir þríbætti í dag heimsmet í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri í sínum aldurs- og þyngdarflokki á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum í Plzen í Tékklandi. 10.7.2021 20:30
Elísabet drottning sendi kveðju til landsliðsins Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, sendi hamingjuóskir og baráttukveðjur til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og enska liðsins í aðdraganda úrslitaleiks liðsins á EM við Ítalíu á Wembley annað kvöld. 10.7.2021 20:00
Sjáðu mörkin úr endurkomusigri HK gegn Fylki HK vann í gær 2-1 útisigur á Fylki í síðasta leik elleftu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. Sigurinn er liðinu mikilvægur í botnbaráttunni. 10.7.2021 19:45
Hlaut brons og setti Íslandsmet Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon sló vikugamalt Íslandsmet Hlyns Andréssonar í 5000 metra hlaupi er hann hlaut brons í greininni á Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tallinn í Eistlandi. 10.7.2021 19:16
Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10.7.2021 18:45
Viðar Ari á skotskónum annan leikinn í röð Viðar Ari Jónsson skoraði annað mark Sandefjord í 2-0 sigri á Sarpsborg í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Viðar skoraði þar með í öðrum leiknum í röð í deildinni. 10.7.2021 18:30
Deila forystunni fyrir lokahringinn Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiða Opna skoska meistaramótið í golfi fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Búast má við mikilli spennu á toppnum. 10.7.2021 17:45
Bræður framlengja við KA Í dag framlengdu bræðurnir Hallgímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir báðir samning sínum við KA. Þeir eru nú báðir samningsbundnir félaginu út sumarið 2023. 10.7.2021 17:01
Kórdrengir upp í þriðja sæti eftir sigur gegn Vestra Kórdrengir unnu í dag mikilvægan 2-0 sigur gegn Vestra í Lengjudeild karla. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, en það eru Kórdrengir sem halda í við toppliðin með sigrinum. 10.7.2021 16:03
Ingibjörg og Amanda steinlágu í norska boltanum Fjórum leikjum er nú lokið í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir komu báðar við sögu þegar að lið þeirra, Vålerenga tapaði 3-0 gegn Sandviken. 10.7.2021 15:09
Phil Foden æfði ekki með enska liðinu í morgun Phil Foden var hvergi sjáanlegur á æfingu enska landsliðsins í morgun. Samkvæmt heimildum Sky Sports eru það varúðarráðstafanir vegna smávægilegra meiðsla. 10.7.2021 15:01