Vann Opna skoska eftir bráðabana Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 18:30 Lee átti frábæran hring í dag. Mark Runnacles/Getty Images Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins. Mikil spenna var í toppbaráttu mótsins en Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiddu mótið fyrir lokahringinn í dag á 14 höggum undir pari. Spánverjinn Jon Rahm kom næstur á 13 undir parinu, Lucas Herbert frá Ástralíu var á 12 undir pari og tveir landar hans, Min Woo Lee og Wade Ormsby komu næstir auk Bandaríkjamannsins Scottie Scheffler á ellefu undir parinu. Keppni frestaðist um tíma í dag vegna veðurs en spennan hélt áfram eftir stutt hlé. Whatever the weather, protect the trophy #abrdnScottishOpen | #RolexSeries pic.twitter.com/GeSJN3L2nZ— abrdn Scottish Open (@ScottishOpen) July 11, 2021 Lee var á meðal þeirra bestu á hringnum í dag þar sem hann fór hringinn á sjö höggum undir pari sem dugði honum til að vera 18 höggum undir parinu í heildina. Þar sem efstu menn fyrirfram, Detry og Fitzpatrick, fóru hringinn báðir á fjórum undir pari voru þeir jafnir Lee með það skor eftir hringinn. Ian Poulter, sem lék manna best í dag, á átta höggum undir pari var aðeins höggi á eftir þeim þremur, auk Ryans Palmer, sem lék á sjö undir í dag, og Lucasar Herbert sem fór á fimm undir pari í dag. The winning moment #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/rRwZv7VHAX— The European Tour (@EuropeanTour) July 11, 2021 Það voru hins vegar Lee, Detry og Fitzpatrick sem luku keppni á toppnum. Þar sem þeir voru þrír jafnir þurfti bráðabana til að útkljá hver þeirra myndi fagna sigri. Sá bráðabani var óvenju stuttur þar sem 18. hola vallarins var leikin. Lee fékk fugl á holunni á meðan þeir tveir síðarnefndu fóru á pari og fagnaði Ástralinn því sigri eftir að hafa fengið sinn áttunda fugl í dag. Skotland Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Mikil spenna var í toppbaráttu mótsins en Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiddu mótið fyrir lokahringinn í dag á 14 höggum undir pari. Spánverjinn Jon Rahm kom næstur á 13 undir parinu, Lucas Herbert frá Ástralíu var á 12 undir pari og tveir landar hans, Min Woo Lee og Wade Ormsby komu næstir auk Bandaríkjamannsins Scottie Scheffler á ellefu undir parinu. Keppni frestaðist um tíma í dag vegna veðurs en spennan hélt áfram eftir stutt hlé. Whatever the weather, protect the trophy #abrdnScottishOpen | #RolexSeries pic.twitter.com/GeSJN3L2nZ— abrdn Scottish Open (@ScottishOpen) July 11, 2021 Lee var á meðal þeirra bestu á hringnum í dag þar sem hann fór hringinn á sjö höggum undir pari sem dugði honum til að vera 18 höggum undir parinu í heildina. Þar sem efstu menn fyrirfram, Detry og Fitzpatrick, fóru hringinn báðir á fjórum undir pari voru þeir jafnir Lee með það skor eftir hringinn. Ian Poulter, sem lék manna best í dag, á átta höggum undir pari var aðeins höggi á eftir þeim þremur, auk Ryans Palmer, sem lék á sjö undir í dag, og Lucasar Herbert sem fór á fimm undir pari í dag. The winning moment #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/rRwZv7VHAX— The European Tour (@EuropeanTour) July 11, 2021 Það voru hins vegar Lee, Detry og Fitzpatrick sem luku keppni á toppnum. Þar sem þeir voru þrír jafnir þurfti bráðabana til að útkljá hver þeirra myndi fagna sigri. Sá bráðabani var óvenju stuttur þar sem 18. hola vallarins var leikin. Lee fékk fugl á holunni á meðan þeir tveir síðarnefndu fóru á pari og fagnaði Ástralinn því sigri eftir að hafa fengið sinn áttunda fugl í dag.
Skotland Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira