Íslandsmeistarinn fagnaði sigri og lék hring með Game of Thrones-stjörnu Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 23:01 Mynd/DiscGolf Blær Örn Ásgeirsson, Íslandsmeistari í frisbígolfi, eða folfi, vann í dag sigur á PCS Sula Open, sterku móti í Noregi. Á fyrsta hring mótsins var frægur heimamaður í ráshópi Blæs. Frisbígolfsamband Íslands vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni líkt og sjá má í meðfylgjandi færslu. Í spilahópi Blæs var enginn annar en norski stórleikarinn Kristofer Hivju sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Tormund Giantsbane í þáttunum Game of Thrones, en hefur einnig leikið í myndinni Fate of the Furious. Hivju er mikill folfmaður og tekur reglulega þátt í alþjóðlegum mótum þegar hann hefur tíma til. Hann hefur verið skráður leikmaður hjá sambandi atvinnufolfara, PDGA, síðan í fyrra og hefur tekið þátt í fjórum mótum á þeim tíma. Þrátt fyrir aðeins 18 ára aldur, hefur Blær unnið Íslandsmótið í folfi síðustu tvö ár og er efstur Íslendinga á styrkleikalista PDGA. Hann gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á mótinu í Noregi um helgina þar sem hann lauk keppni á 20 undir pari eftir hringina fjóra, sjö á undan næsta manni, Peter Lunde sem á 13 undir parinu. Ekki gekk eins vel hjá Hivju, sem lauk keppni á 96 höggum yfir pari, í 108. sæti af 116 keppendum. Vert er að taka fram að aðeins átta keppendur af 116 voru undir pari vallar. View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn) Frisbígolf Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Frisbígolfsamband Íslands vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni líkt og sjá má í meðfylgjandi færslu. Í spilahópi Blæs var enginn annar en norski stórleikarinn Kristofer Hivju sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Tormund Giantsbane í þáttunum Game of Thrones, en hefur einnig leikið í myndinni Fate of the Furious. Hivju er mikill folfmaður og tekur reglulega þátt í alþjóðlegum mótum þegar hann hefur tíma til. Hann hefur verið skráður leikmaður hjá sambandi atvinnufolfara, PDGA, síðan í fyrra og hefur tekið þátt í fjórum mótum á þeim tíma. Þrátt fyrir aðeins 18 ára aldur, hefur Blær unnið Íslandsmótið í folfi síðustu tvö ár og er efstur Íslendinga á styrkleikalista PDGA. Hann gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á mótinu í Noregi um helgina þar sem hann lauk keppni á 20 undir pari eftir hringina fjóra, sjö á undan næsta manni, Peter Lunde sem á 13 undir parinu. Ekki gekk eins vel hjá Hivju, sem lauk keppni á 96 höggum yfir pari, í 108. sæti af 116 keppendum. Vert er að taka fram að aðeins átta keppendur af 116 voru undir pari vallar. View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn)
Frisbígolf Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira