Handbolti

Stjarnan fær liðsstyrk úr Mosfellsbæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnór Freyr færir sig um set.
Arnór Freyr færir sig um set. vísir/bára

Handboltalið Stjörnunnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við markvörðinn Arnór Frey Stefánsson, sem kemur til liðsins frá Aftureldingu.

Arnór Freyr hefur verið á meðal öflugri markvarða í Olís-deildinni hér heima undanfarin ár en hann missti af síðari hluta nýliðinnar leiktíðar eftir að hafa meiðst á hné í febrúar.

Hann er uppalinn hjá ÍR í Breiðholti en hefur einnig leikið með HK hér á landi, auk þess að spila með Randers í Danmörku í tvö ár. Arnór hefur varið mark Aftureldingar frá árinu 2018 en fer nú í Garðabæinn þar sem hann semur til ársins 2024.

Afturelding lenti í 8. sæti Olís-deildarinnar í fyrra og féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir deildarmeisturum Hauka. Stjarnan lenti í 5. sæti en féll einnig úr keppni fyrir Haukum, í undanúrslitum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.