Sport

Brotinn ökkli og tap hjá McGregor

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr bardaganum í nótt.
Úr bardaganum í nótt. Louis Grasse/Getty Images

Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu.

Fyrsta lotan var nokkuð jöfn framan af en McGregor byrjaði örlítið betur. Poirier vann sig inn í bardagann og náði fjölda högga áður en McGregor reyndi hengingu. Bandaríkjamanninum tókst að losa sig úr prísundunni og lét höggin dynja á Íranum.

Lotan var þó ekki kláruð þar sem ljóst var að McGregor væri meiddur. Hann sneri illa upp á annan ökklann sem virtist brotna og gat ekki staðið upp. 

Dómari bardagans, Herb Dean, átti engra kosta völ en að enda bardagann þá og þegar. Poirier sigraði því með tæknilegu rothöggi.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.