Fleiri fréttir

Kevin Durant dró vagninn fyrir Brooklyn Nets

Kevin Durant og félagar hans í Brooklyn Nets áttu ekki í miklum vandræðum þegar Charlotte Hornets kíktu í heimsókn í nótt. Hornets unnu fyrsta leikhlutann en Brooklyn tóku hægt og bítandi völdin og unnu að lokum sannfærandi sigur, 130-115.

Flug­elda­sýning hjá KR en Du­sty enn á toppnum

Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli.

„Skil ekki Manchester United“

Vladimir Coufal, hægri bakvörður West Ham, skilur ekkert í því að Manchester United hafi látið Jesse Lingard fara frá félaginu.

Einar Baldvin í Gróttu

Markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson er genginn í raðir Gróttu í Olís-deild karla en hann kemur frá Val.

Í beinni: Toppslagur í Voda­fone­deildinni

Þrír leikir eru á dagskrá Vodafone-deildarinnar í CS:GO í kvöld. Fyrsti leikur hefst klukkan 19.30 og standa herlegheitin yfir þangað til leiks XY og Dusty lýkur en hann hefst klukkan 21.30.

Hefur sex sinnum sagt nei við Chelsea

Samkvæmt The Athletic hefur Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafnað Chelsea sex sinnum en þetta kemur fram á enska fjölmiðlinum í dag.

Fengu skell í toppslagnum

Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Esbjerg fengu skell í toppslagnum gegn Viborg í dönsku B-deildinni.

Gaf mánaðarlaun sín til góðgerðamála

Króatíski framherjinn Mario Mandzukic gat ekkert spilað með AC Milan í síðasta mánuði. Hann ákvað að þiggja ekki laun fyrir mars og gaf þau til góðgerðarmála.

Fyrsta umferðin öll á gervigrasi

Helmingur liðanna tólf í Pepsi Max-deild karla í fótbolta leikur heimaleiki sína á gervigrasi og eiga þau öll heimaleik í fyrstu umferð deildarinnar sem leikin verður um komandi mánaðamót.

Ótrúleg tölfræði Ómars Inga eftir landsleikjahléið

Það er engu logið að Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, hafi verið óstöðvandi að undanförnu. Eftir landsleikjahléið hefur hann verið markahæstur hjá Magdeburg í öllum leikjum liðsins nema tveimur.

Milljónir í sektir vegna dómaraskorts

Handknattleiksfélög landsins hafa ekki staðið sig sem skyldi í að ala upp dómara í sínum röðum og uppfylla aðeins fjögur félög kröfur dómaranefndar HSÍ í þessum efnum.

Launakröfur Haaland gætu fælt Real Madrid og Barcelona frá

Erling Braut Haaland er verður einn heitasti bitinn á markaðnum þegar leikmannaglugginn opnar í sumar. Launakröfur Norðmannsins eru þó sagðar það háar að meira að segja spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona hafi ekki efni á því að fá hann í sínar raðir.

Foden lét samfélagsmiðlateymið fjúka

Phil Foden hefur sagt skilið við Ten Toes Media, fyrirtækið sem sá um samfélagsmiðla hans eftir færslu sem birtist á Twitter undir hans nafni í gær. Færslan var birt án samþykkis Foden, en í henni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“

Aubameyang með malaríu

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, greyndi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann sé að glíma við hitabeltissjúkdóminn malaríu. Aubameyang veiktist í landsliðsverkefni með Gabon fyrir nokkrum vikum.

Arsenal komnir í undanúrslit eftir stórsigur

Arsenal átti ekki í miklum vandræðum þegar þeir heimsóttu Slavia Prag til Tékklands í Evrópudeildinni í kvöld. Niðurstaðan 4-0 útisigur Lundúnaliðsins og farmiði í undanúrslitin því bókaður.

Árni Bragi snýr aftur í Mosfellsbæinn

Árni Bragi Eyjólfsson hefur samið við sitt gamla félag, Aftureldingu, en þetta er staðfest á Facebook síðu Handknattleiksdeildar Aftureldingar. Árni Bragi steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Aftureldingu og var markahæsti maður liðsins þrjú ár í röð.

Átta mörk Arnórs dugðu ekki til

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Arnór Þór Gunnarsson skoraði átta mörk þegar lið hans Bergischer tapaði 33-30 á útivelli gegn Kiel og Alexander Petersson og félagar í Flensburg rétt mörðu Tusem Essen 28-29.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.