Handbolti

Átta mörk Arnórs dugðu ekki til

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk þegar Bergischer tapaði gegn THW Kiel.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk þegar Bergischer tapaði gegn THW Kiel. vísir/ernir

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Arnór Þór Gunnarsson skoraði átta mörk þegar lið hans Bergischer tapaði 33-30 á útivelli gegn Kiel og Alexander Petersson og félagar í Flensburg rétt mörðu Tusem Essen 28-29.

Arnór Þór átti flottan leik þegar lið hans, Bergischer, heimsótti Keil í þýsku deildinni í handbolta. Arnór Þór skoraði átta mörk og var markahæsti leikmaður vallarins ásamt Niclas Ekberg í liði Kiel.

Arnór Þór og félagar þurftu þó að sætta sig við þriggja marka tap og sitja enn í áttunda sæti deildarinnar.

Alexander Petersson skoraði eitt mark þegar að Flensburg sótti sigur gegn Tusem Essen. Liðin á sitthvorum enda töflunnar, Essen í næst neðsta sæti en sigur Flensburg þýðir það að þeir eru enn á toppnum.

Sigurinn var ekki auðsóttur. Liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum þegar komið var á lokamínútuna. Fór það svo að það voru Alexander og félagar sem áttu síðasta orðið og kláruðu dýrmætan eins marks sigur.

Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk þegar Stuttgart laut í lægra haldi gegn Ludwigshafen. Stuttgart er því áfam í 13. sæti, en Ludwigshafen lyftir sér upp í 17. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.