Sport

Dagskráin í dag: Golf, Counter Strike og spænski körfuboltinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson og félagar í Valencia taka á móti Monbus Obradoiro í spænska körfuboltanum í dag.
Martin Hermannsson og félagar í Valencia taka á móti Monbus Obradoiro í spænska körfuboltanum í dag.

Það er nóg um að vera á sportrásum okkar í dag, en sýnt verður frá þremur golfmótum, spænska körfuboltanum og Vodafonedeildin í CS:GO heldur áfram.

Við byrjum daginn snemma, en klukkan 11:30 hefst útsending frá Austrian Golf Open, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, á Stöð 2 Golf.

Við höldum svo áfram í golfinu, en klukkan 19:00 hefst bein útsending frá RBC Heritage á PGA mótaröðinni.

Martin Hermannsson og félagar í Valencia Basket Club taka á móti Monbus Obradoiro í spænska körfuboltanum klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport 2, og Vodafonedeildin í CS:GO hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 eSport.

Við endum daginn á enn meira golfi, en næst seinasti dagur LOTTE Championship í LPGA mótaröðinni slær botninn í daginn klukkan 23:00.

Allar beinar útsendingar næstu daga má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×