Körfubolti

Jordan kynnir Kobe inn í frægðarhöllina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Jordan flutti tilfinningaþrungna ræðu á minningarathöfn um Kobe Bryant í Staples Center á síðasta ári.
Michael Jordan flutti tilfinningaþrungna ræðu á minningarathöfn um Kobe Bryant í Staples Center á síðasta ári. epa/ETIENNE LAURENT

Michael Jordan kynnir Kobe Bryant inn í frægðarhöll körfuboltans í næsta mánuði.

Nýir meðlimir eða fjölskyldur þeirra fá að ráða hverjir flytja ræðu þegar viðkomandi er tekinn inn í frægðarhöllina. Nú hefur verið staðfest að Jordan muni kynna Kobe inn í frægðarhöllina 15. maí næstkomandi.

 

Jordan flutti ræðu á minningarathöfninni um Kobe í febrúar í fyrra. Þar ræddi hann meðal annars um samband þeirra sem var mun nánara en flestir gerðu sér grein fyrir.

Jordan var átrúnaðargoð Kobes og hann var ófeiminn að leita ráða hjá honum eins og Jordan greindi frá í ræðu sinni á minningarathöfninni.

Jordan mun einnig kynna Kim Mulkey, þjálfara kvennaliðs Baylor háskólans, inn í frægðarhöllina 15. maí.

Meðal annarra sem verða teknir inn í frægðarhöllina í næsta mánuði má nefna Tim Duncan og Kevin Garnett og Rudy Tomjanovich sem gerði Houston Rockets að NBA-meisturum 1994 og 1995.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×