Handbolti

Árni Bragi snýr aftur í Mosfellsbæinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Árni Bragi Eyjólfsson hefur samið við Mosfellinga til næstu þriggja ára.
Árni Bragi Eyjólfsson hefur samið við Mosfellinga til næstu þriggja ára. vísir/hanna

Árni Bragi Eyjólfsson hefur samið við sitt gamla félag, Aftureldingu, en þetta er staðfest á Facebook síðu Handknattleiksdeildar Aftureldingar. Árni Bragi steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Aftureldingu og var markahæsti maður liðsins þrjú ár í röð.

Árni Bragi skrifar undir þriggja ára samning við Aftureldingu, en hann er í dag á mála hjá KA. Þar er Árni markahæsti leikmaður liðsin.

Árni Bragi lék með Kolding í Danmörku áður en hann samdi við KA síðastliðið sumar, en hann er örvhentur hornamaður sem getur einnig leikið í hægri skyttu.

Árni Bragi Eyjólfsson hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára, Árna þarf ekki að kynna fyrir Mosfellingum þar...

Posted by Handknattleiksdeild Aftureldingar on Fimmtudagur, 15. apríl 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.