Brown með sögulega frammistöðu þegar Boston vann stórveldaslaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 09:29 Leikmenn Los Angeles Lakers réðu ekkert við Jaylen Brown. ap/Ringo H.W. Chiu Boston Celtics sigraði erkifjendur sína í Los Angeles Lakers, 113-121, í stórleik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Jaylen Brown var í miklum ham í liði Boston og skoraði fjörutíu stig og hitti úr sautján af tuttugu skotum sínum. Hann tók einnig níu fráköst. Brown er fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston sem skorar fjörutíu stig í leik og er með 85 prósent skotnýtingu. JAYLEN BROWN COULDN'T MISS @FCHWPO leads the @celtics to 5 straight wins as he becomes the first player in franchise history to score 40+ points on 85.0 FG% or better! pic.twitter.com/7UcBnZr3tW— NBA (@NBA) April 16, 2021 Boston náði mest 27 stiga forskoti en var næstum því búið að kasta henni frá sér undir lokin. Liðið hélt hins vegar út og vann fimmta leikinn í röð. LeBron James og Anthony Davis eru enn fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Talen Horton-Tucker var stigahæstur í liði Lakers með nítján stig en enginn í byrjunarliðinu skoraði meira en átján stig. Milwaukee Bicks lagði Atlanta Hawks að velli, 109-120. Giannis Antetokounmpo sneri aftur í lið Milwaukee eftir sex leikja fjarveru vegna meiðsla og skoraði fimmtán stig. Jrue Holiday var stigahæstur í liði Milwaukee með 23 stig. 23 points & 7 dimes for @Jrue_Holiday11 in the @Bucks W! pic.twitter.com/n4rZ2f0Rdw— NBA (@NBA) April 16, 2021 Stephen Curry heldur áfram að spila eins og engill fyrir Golden State Warriors og skoraði 33 stig þegar liðið vann Cleveland Cavaliers, 101-119, á útivelli. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í níu leikjum í röð. Hann setti met með því að hitta úr 29 þriggja stiga skotum í síðustu þremur leikjum en var frekar kaldur fyrir utan í nótt. Átta fyrstu skot Currys fyrir utan þriggja stiga línuna geiguðu og hann endaði með fjóra þrista í þrettán tilraunum. 33 points for @StephenCurry30.9th straight 30-point game.4th straight @warriors win. pic.twitter.com/6r0OwfNBxu— NBA (@NBA) April 16, 2021 Þá vann Phoenix Suns Sacramento Kings á heimavelli, 122-114. Deandre Ayton skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Ayton hitti úr tíu af ellefu skotum sínum og nýtti öll sex vítaskot sín. 26 PTS 11 REB 10-11 FGM 6-6 FTM@DeandreAyton leads the @Suns to 4 straight wins! pic.twitter.com/daYkBHPd1C— NBA (@NBA) April 16, 2021 Úrslitin í nótt LA Lakers 113-121 Boston Atlanta 109-120 Milwaukee Cleveland 101-119 Golden State Phoenix 122-114 Sacramento NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq verður með Stjörnunni Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
Jaylen Brown var í miklum ham í liði Boston og skoraði fjörutíu stig og hitti úr sautján af tuttugu skotum sínum. Hann tók einnig níu fráköst. Brown er fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston sem skorar fjörutíu stig í leik og er með 85 prósent skotnýtingu. JAYLEN BROWN COULDN'T MISS @FCHWPO leads the @celtics to 5 straight wins as he becomes the first player in franchise history to score 40+ points on 85.0 FG% or better! pic.twitter.com/7UcBnZr3tW— NBA (@NBA) April 16, 2021 Boston náði mest 27 stiga forskoti en var næstum því búið að kasta henni frá sér undir lokin. Liðið hélt hins vegar út og vann fimmta leikinn í röð. LeBron James og Anthony Davis eru enn fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Talen Horton-Tucker var stigahæstur í liði Lakers með nítján stig en enginn í byrjunarliðinu skoraði meira en átján stig. Milwaukee Bicks lagði Atlanta Hawks að velli, 109-120. Giannis Antetokounmpo sneri aftur í lið Milwaukee eftir sex leikja fjarveru vegna meiðsla og skoraði fimmtán stig. Jrue Holiday var stigahæstur í liði Milwaukee með 23 stig. 23 points & 7 dimes for @Jrue_Holiday11 in the @Bucks W! pic.twitter.com/n4rZ2f0Rdw— NBA (@NBA) April 16, 2021 Stephen Curry heldur áfram að spila eins og engill fyrir Golden State Warriors og skoraði 33 stig þegar liðið vann Cleveland Cavaliers, 101-119, á útivelli. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í níu leikjum í röð. Hann setti met með því að hitta úr 29 þriggja stiga skotum í síðustu þremur leikjum en var frekar kaldur fyrir utan í nótt. Átta fyrstu skot Currys fyrir utan þriggja stiga línuna geiguðu og hann endaði með fjóra þrista í þrettán tilraunum. 33 points for @StephenCurry30.9th straight 30-point game.4th straight @warriors win. pic.twitter.com/6r0OwfNBxu— NBA (@NBA) April 16, 2021 Þá vann Phoenix Suns Sacramento Kings á heimavelli, 122-114. Deandre Ayton skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Ayton hitti úr tíu af ellefu skotum sínum og nýtti öll sex vítaskot sín. 26 PTS 11 REB 10-11 FGM 6-6 FTM@DeandreAyton leads the @Suns to 4 straight wins! pic.twitter.com/daYkBHPd1C— NBA (@NBA) April 16, 2021 Úrslitin í nótt LA Lakers 113-121 Boston Atlanta 109-120 Milwaukee Cleveland 101-119 Golden State Phoenix 122-114 Sacramento NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
LA Lakers 113-121 Boston Atlanta 109-120 Milwaukee Cleveland 101-119 Golden State Phoenix 122-114 Sacramento
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq verður með Stjörnunni Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira