Fleiri fréttir

Kevin De Bruyne sterklega orðaður við Chelsea

Belgíski kantmaðurinn Kevin De Bruyne hjá Genk er sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. Forráðamenn belgíska félagsins hafa staðfest að félögin eigi í viðræðum. Talið er að kaupverðið sé um 8 milljónir punda eða sem nemur um einum og hálfum milljarði íslenskra króna.

Adolf Ingi slær í gegn sem klappstýra

Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, hefur farið á kostum í innslögum sínum á youtube-síðu Evrópska handknattleikssambandsins. Í þetta skiptið þiggur Adolf góð ráð frá klappstýrunum í Serbíu og dömurnar taka hann í kennslustund.

Sunnudagsmessan: Nær Wenger að skila Arsenal í Meistaradeildina?

Arsene Wenger hefur oft verið sáttari við gengi Arsenal en franski knattspyrnustjórinn hefur ekki náð liðinu á flug á þessu tímabili. Rætt var um gengi Arsenal og starfsöryggi Wenger í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport um s.l. helgi og þar sagði Bjarni Guðjónsson m.a. að Wenger væri góður fyrir stjórn félagsins.

Sunnudagsmessan: Átti Balotelli að fá rautt spjald?

Mario Balotelli var eitt helsta fréttaefnið í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Ítalski framherjinn tryggði Manchester City 3-2 sigur gegn Tottenham á sunnudaginn. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson leikmaður KR yfir ýmis atvik úr leik Man City og Tottenham.

Onesta: Kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort velgengnin sé á enda

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handknattleik, var ósáttur við frammistöðu sinna manna í 29-22 tapi gegn Króötum í gær. Onesta sagði liðið eiga í erfiðleikum en það kæmi ekki í ljós fyrr en á Ólympíuleikunum í London í sumar hvort velgengni gullaldarliðs Frakka væri á enda.

Miami á góðri siglingu án Dwayne Wade

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Miami en nýliðinn Kyrie Irving skoraði 17 stig fyrir Cleveland, í 92-85 sigri Miami. LeBron James skoraði 18 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade lék ekki með Miami en þetta er fimmti leikurinn sem hann missir af eftir ökklameiðsli. Miami hefur unnið 7 af 8 leikjum tímabilsins þar sem Wade hefur ekki verið með.

Tæknimistökin verða okkur að falli

Kári Kristján Kristjánsson átti magnaðan leik gegn Spánverjum í gær. Hann kom af bekknum, skoraði þrjú mörk og fiskaði ein fjögur víti. Hann var þess utan duglegur að opna fyrir félaga sína enda enginn hægðarleikur fyrir Spánverjana að komast í kringum "Heimaklett“ eins og Eyjamaðurinn þrekni er stundum kallaður.

Sigurganga Frakka á enda

Rúmlega þriggja ára sigurganga Frakka á stórmótum er á enda eftir að Frakkar töpuðu 22-29 fyrir Króötum í gær.

Köstuðu leiknum frá sér í upphafi

Draumur íslenska landsliðsins um undanúrslitasæti á EM dó endanlega í gær þegar liðið tapaði með fimm mörkum, 31-26, fyrir frábæru liði Spánverja. Hörmuleg byrjun á leiknum reyndist of dýrkeypt.

Aron Einar og félagar komnir á Wembley

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City komust í kvöld í úrslitaleikinn í enska deildabikarnum eftir sigur á Crystal Palace eftir vítakeppni. Tom Heaton var hetja velska liðsins því hann varði tvö víti í vítakeppninni.

Björgvin búinn að verja flest víti á EM

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er sá markvörður á Evrópumótinu í Serbíu sem hefur varið flest víti í mótinu nú þegar öll lið hafa lokið fimm leikjum. Björgvin Páll varði 3 víti á móti Spánverjum í dag og hefur varið alls sex víti í fimm leikjum íslenska liðsins.

Gerrard: Bannað að tala um Wembley

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að leikmenn liðsins verði að halda einbeitingunni í lagi fyrir leik liðsins gegn Manchester City á morgun.

Talant Duyshebaev að taka við Hamburg?

Þýskir fjölmiðlar halda því fram að Talant Duyshebaev sé mögulega á leið í þýsku úrvalsdeildina og muni taka við meistaraliði Hamburg.

Mourinho: Pepe spilar ef hann er heill

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að varnarmaðurinn Pepe muni spila seinni bikarleikinn gegn Barcelona í á morgun ef hann verður heill.

Spánverjarnir alltof sterkir - myndir

Íslenska handboltalandsliðið átti litla möguleika á móti sterku liði Spánverja eftir að hafa nánast gefið þeim spænsku sjö mörk í forgjöf í upphafi leiks. Ísland tapaði leiknum á endanum með fimm marka mun.

Slóvenar unnu Ungverja og hjálpuðu Króötum inn í undanúrslitin

Spánn og Króatía eru komin áfram í undanúrslitin þrátt fyrir að ein umferð sé eftir að milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu. Slóvenar unnu tveggja marka sigur á Ungverjum í kvöld, 32-30, og þar með getur ekkert lið endar ofar en Spánn og Króatía í milliriðli Íslands.

Tévez fastur í Manchester - PSG hætti viðræðum við City

Carlos Tévez hefur ekki spilað fótbolta síðan í september og það er ekkert sem bendir til þess að það breytist eitthvað á næstunni. Manchester City er að reyna að selja argentínska framherjann en áhugasöm félag hafa ávallt dregið sig út úr viðræðunum.

Logi með sextán stig í fjórða sigurleiknum í röð

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru á sigurbraut í sænska körfuboltanum en liðið vann sinn fjórða sigur í röð í kvöld með því að leggja Brynjar Þór Björnsson og félaga í Jämtland að velli, 81-72. Solna-liðið vann þarna sinn annan útisigur í röð sem hefur ekki gerst áður í vetur.

Króatar sýndu styrk sinn á móti Frökkum | Frakkar verja ekki titilinn

Mirko Alilović, markvörður Króata, lokaði markinu á úrslitastundu þegar Króatar unnu öruggan sjö marka sigur á Frökkum, 29-22, í öðrum leik dagsins í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu. Alilović fór í gang í lokin eins og á móti Íslandi og kláraði hreinlega franska liðið.

Ásgeir Örn: Vorum ekki nógu grimmir

"Þeir voru miklu betri en við í dag. Þeir byrjuðu sterkar, voru ákveðnari og vissu betur hvað þeir ætluðu að gera í byrjun leiksins. Þá náðu þeir strax fínu forskoti og við vorum að elta það forskot allan leikinn," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem hefur verið að spila vel fyrir íslenska liðið í Serbíu.

Þórir: Við getum alveg unnið þetta lið

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson tók minni þátt í leiknum gegn Spánverjum í dag en hann hefur gert á mótinu til þessa. Ástæðan er að hann gengur ekki alveg heill til skógar og gat ekki æft fyrir leikinn.

Ólafur: Var ekkert stressaður

Hafnfirðingurinn Ólafur Guðmundsson átti ágæta innkomu af bekknum í tapinu gegn Spánverjum í dag og náði að skora sitt fyrsta mark á stórmóti.

Götze frá í tvo mánuði

Mario Götze, miðjumaðurinn stórefnilegi hjá Borussia Dortmund, er meiddur í nára og verður vegna þessa frá næstu tvo mánuðina.

PSG vill Alex sem hafnaði QPR

Leonardo, framkvæmdarstjóri Paris Saint-Germain, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á varnarmanninnum Alex sem er á leið frá Chelsea.

Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik

Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik.

Aron er ánægður með nálastunguna

Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli sem hafa plagað hann síðustu daga á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Nálastungumeðferð hefur hins vegar reynst honum vel.

Arnór: Mun líða vel í leiknum

Hörkutólið Arnór Atlason lét ekki slæmt bak aftra sér frá því að æfa með landsliðinu í gær. Arnór er lítið fyrir að væla og kýs að láta verkin tala sem hann hefur heldur betur gert í Serbíu.

Úthlutun gengur vel hjá SVFR

Úthlutun veiðisvæða hjá SVFR gengur ágætlega. Vænta má þess að flestir drættir um veiðisvæði verði yfirstaðnir í lok þessarar viku.

Sjá næstu 50 fréttir