Enski boltinn

Kevin De Bruyne sterklega orðaður við Chelsea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
De Bruyne verður 21 árs á árinu.
De Bruyne verður 21 árs á árinu. Nordic Photos / Getty Images
Belgíski kantmaðurinn Kevin De Bruyne hjá Genk er sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. Forráðamenn belgíska félagsins hafa staðfest að félögin eigi í viðræðum. Talið er að kaupverðið sé um 8 milljónir punda eða sem nemur um einum og hálfum milljarði íslenskra króna.

Chelsea reyndi að klófesta leikmanninn síðasta sumar en viðræður félaganna runnu út í sandinn. Nú er yfirmaður íþróttamála hjá félaginu staddur í London þar sem markmiðið er að ganga frá samningi.

"Við gerum ráð fyrir því að Kevin De Bruyne gangi til liðs við Chelsea en ljúki tímabilinu á láni hjá Genk," sagði talsmaður Genk við breska fjölmiðla.

Verði gengið frá samningum verður De Bruyne þriðji Belginn sem gengur til liðs við Chelsea á innan við hálfu ári. Áður hafði Romelu Lukaku komið frá Anderlecht og Thibaut Courtois frá Genk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×