Fleiri fréttir

Benitez: Get ekki staðið í því að væla

Rafa Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er allt annað en ánægður með það hvernig framkvæmdastjórinn Christian Purslow stóð að brottför hans frá félaginu.

Xabi tæpur fyrir leikinn gegn Portúgal

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso meiddist á ökkla í leiknum gegn Chile og er tæpt að hann nái leiknum gegn Portúgal í sextán liða úrslitum HM. Spánverjar vonast þó til þess að hann geti spilað.

Vettel fremstur á ráslínu eftir tímatökur

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu, eftir bestu frammistöðuna í tímatökum á Formúlu 1 brautinni í Valencia í dag. Hann verður skrefinu á undan Mark Webber á samskonar bíl, en Lewis Hamilton á McLaren Mercedes er þriðji og heimamaðurinn Fernando Alonso á Ferrari fjórði.

Elvar á leið til Danmerkur

Handknattleikslið Vals heldur áfram að missa leikmenn en stórskyttan Elvar Friðriksson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Lemvig. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Allir heilir hjá Englendingum

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er með þægilegan hausverk fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á morgun því allir 23 leikmenn liðsins eru heilir heilsu og klárir í slaginn.

Ítalir komnir heim með öngulinn í rassinum

Um 100 stuðningsmenn ítalska landsliðsins tóku á móti liðinu er það kom heim eftir sneypuför til Suður-Afríku. Stemningin var aðeins önnur fyrir fjórum árum síðan er þúsundir manna tóku á móti þá nýkrýndum heimsmeisturum.

Liverpool ræðir við Deschamps

Forráðamenn Liverpool fara um víðan völl þessa dagana í leit að nýjum knattspyrnustjóra. Nú berast fréttir af því að félagið hafi sett sig í samband við Marseille með það fyrir augum að fá að ræða við þjálfara félagsins, Didier Deschamps.

Beckenbauer biður Englendinga afsökunar

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer hefur beðist afsökunar á gagnrýni sinni á enska landsliðið. Beckenbauer sagði að Englendingar hefðu verið heimskir að vinna ekki riðilinn sinn á HM.

Mjótt á munum fyrir tímatökuna

Þjóðverjinn Sebastian Vettel var fljótastur á lokaæfingu keppnisliða í Valencia á Spáni í dag á Red Bull. Mjög mjótt var á munum á milli keppenda og innan við sekúnda á milli fyrstu 12 keppendanna.

Cannavaro vill yngja upp í landsliðinu

Hinn 36 ára gamli Fabio Cannavaro er hættur að leika með ítalska landsliðinu. Hann vill að þróun ítalska knattspyrnusambandsins breytist og það fari nú að einbeita sér að yngri mönnum.

Heimir: Gott að halda hreinu

Heimir Hallgrímsson var ánægður með frammistöðu sinna manna í ÍBV sem unnu 3-0 sigur á Selfossi í Pepsi-deild karla í kvöld.

Hamilton: Erfið mót framundan

Lewis Hamilton er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þremur stigum á undan Jenson Button og sex á undan Fernando Alonso, sem var með besta aksturstímann á æfingum í dag á Valencia brautinni á Spáni. Keppt er í Valencia á sunnudaginn.

Alonso varfærinn þrátt fyrir besta tíma

Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel.

Lahm: Vítaspyrnur myndu henta okkur vel

Phillipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, segir að það myndi henta liðinu vel að fara í vítaspyrnukeppni gegn Englandi. Báðar þjóðir gera mikið úr vítaspyrnukeppnum í dag en þjóðirnar mætast í 16-liða úrslitunum á HM.

Xavi: Viljum að Chile sæki

Xavi er ánægður með að þjálfari Chile, Marcelo Bielsa, ætlar ekki að spila upp á jafntefli í kvöld. Það dugir þó Chile til að komast áfram en tapi liðið gætu Svisslendingar farið áfram á þeirra kostnað.

Möguleikarnir í H-riðli

Mikil spenna verður í lokaleikjum riðlakeppninnar í kvöld þegar að síðustu tveir leikirnir fara fram í H-riðli.

Allegri er nýr þjálfari AC Milan

AC Milan er búið að ráða nýjan þjálfara en félagið tilkynnti í dag að samið hafi verið við Massimiliano Allegri til tveggja ára. Allegri verður kynntur til leiks á blaðamannafundi á næstu dögum.

Golflandsliðin fyrir EM valin

Ragnar Ólafsson landsliðsþjálfari hefur valið þá kylfinga sem taka þátt í EM í golfi í sumar. Keppt verður 6.-10.júlí. EM karla fer fram hjá Österåkers Golf Club, Åkersberga í Svíþjóð og kvennalið íslands leikur á La Manga Club á Spáni.

Ballack aftur til Leverkusen

Michael Ballack er kominn aftur til Bayer Leverkusen þar sem hann gerði garðinn frægan áður en hann reri á stærri mið. Ballack skrifaði undir tveggja ára samning í morgun.

Alonso sneggstur á heimavellinum

Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á seinni æfingu keppnisliða í Valencia í dag. Hann varð 0.056 sekúndum á undan Sebatian Vettel á Red Bull.

John Wall valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar

Bakvörðurinn John Wall frá Kentucky-háskólanum var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar. Það var Washington Wizards sem nýtti sér fyrsta valrétt til þess að velja leikmanninn efnilega.

James skilur ekki mikilvægi Þjóðverjaleiksins

Flestir knattspyrnuáhugamenn bíða afar spenntir eftir leik Englands og Þýskalands í sextán liða úrslitum HM enda eru leikir þessara þjóða ávallt sérstaklega áhugaverðir. Í hugum stuðningsmanna þessara landa verða leikirnir ekki stærri en England gegn Þýskalandi.

Chamakh vill fá Gourcuff til Arsenal

Framherjinn Marouane Chamakh, sem Arsenal keypti á dögunum frá Bordeaux, segir að fyrrum félagi sinn hjá Bordeaux, Yoann Gourcuff, yrði frábær arftaki Fabregas ef hann færi frá Arsenal.

Robinho reynir að komast frá Man. City

Brasilíumaðurinn Robinho hefur ítrekað að hann hafi engan áhuga á því að snúa aftur til Man. City og umboðsmenn hans vinna að því hörðum höndum þessa dagana að koma honum frá félaginu.

Robben: Fann ekkert fyrir meiðslunum

Hollendingurinn Arjen Robben er himinlifandi með að vera kominn af stað á HM en hann lék sinn fyrsta leik á mótinu gegn Kamerún í gær og stóð sig vel.

Schumacher segir gagnrýni á sig hluta af skemmtanabransanum

Michael Schumacher kveðst ekki taka mikið mark á gagnrýni á getu hans, sem fram hefur komið og í frétt á autosport.com ert tiltekið sérstaklega umræða sem Martin Brundle og Eddie Jordan komu af stað með umælum í sjónvarpsútsendingum á BBC sem þeir starfa við. Þeir ganrýndu frammistöðu hans í síðasta móti í Kanada.

Samningamál ekki að trufla Löw

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, mun ekki láta vangaveltur um framtíð hans með þýska landsliðið trufla undirbúning landsliðsins fyrir leikinn gegn Englandi í sextán liða úrslitum HM.

Rosberg fljótastur á Mercedes

Nico Rosberg á Mercedes var sneggstur um brautina í Valencia á Spáni í dag, á fyrstu æfingu keppnisliða. Lewis Hamilton sem vann tvo síðustu mót varð annaá McLaren og Jenson Button á samskonar bíl þriðji.

Ferguson: Lið frá Suður-Ameríku mun vinna HM

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er enn á því að lið frá Suður-Ameríku muni vinna HM. Ferguson spáði því fyrir mótið og hefur ekki breytt um skoðun eftir því sem líður á mótið.

Fabregas: Kemur ekki til greina að fara heim

Cesc Fabregas, leikmaður Spánar, segir það ekki koma til greina að klúðra HM í leiknum gegn Chile. Flestir spáðu Spánverjum sigri í mótinu en óvænt tap gegn Sviss í fyrsta leik setti allt í uppnám hjá liðinu.

England verður aftur í rauðu

FIFA hefur staðfest að England muni spila í rauðu búningunum sínum gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum HM á sunnudaginn kemur.

Capello búinn að velja vítaskytturnar

Samkvæmt enska götublaðinu The Mirror er Fabio Capello þegar búinn að ákveða hverjir munu taka víti fyrir enska landsliðið komi til þess að það þurfi að fara í vítaspyrnukeppni á HM í Suður-Afríku.

Sjá næstu 50 fréttir