Fótbolti

Samningamál ekki að trufla Löw

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Löw er hér með Schweinsteiger.
Löw er hér með Schweinsteiger.

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, mun ekki láta vangaveltur um framtíð hans með þýska landsliðið trufla undirbúning landsliðsins fyrir leikinn gegn Englandi í sextán liða úrslitum HM.

Samningur Löw við þýska sambandið rennur út eftir HM og viðræður um nýjan samning fjöruðu út fyrr á þessu ári. Hann mun þó ræða við forráðamenn félagsins aftur eftir HM.

"Við tölum bara saman eftir HM. Samband mitt við forseta sambandsins er mjög gott. Hann var með okkur fyrir tveimur dögum á hótelinu, við sátum og spjölluðum lengi saman. Það er allt í góðu á milli okkar," sagði Löw.

Löw er afar ánægður með strákana sína og samheldnina sem hefur ríkt á mótinu.

"Við erum lið og það viljum við sýna stuðningsmönnum okkar. Að við séum að byggja upp góða liðsheild. Við erum eitt af kannski þremur liðum sem hefur bestu liðsheildina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×