Fótbolti

Robben: Fann ekkert fyrir meiðslunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn Arjen Robben er himinlifandi með að vera kominn af stað á HM en hann lék sinn fyrsta leik á mótinu gegn Kamerún í gær og stóð sig vel.

Robben meiddist í æfingaleik gegn Ungverjum skömmu fyrir HM en var samt tekinn með á mótið. Ef mið er tekið af frammistöðu hans í gær voru það engin mistök að taka hann með þó svo hann hafi verið meiddur.

"Ég er afar hamingjusamur að vera hluti af þessu hollenska liði. Ég hef lagt gríðarlega hart að mér til þess að geta verið með og því var mjög sérstakt að koma inn. Þetta var frábær reynsla og gaman að vera með á HM. Mér leið vel á vellinum og fann ekki fyrir neinu. Ég vonast til þess að geta beitt mér af fullum krafti það sem eftir lifir móts," sagði Robben sem átti meðal annars skot í stöngina í leiknum.

"Það var algjör synd að boltinn skildi ekki fara inn. Það var samt ánægjulegt að eiga hlut í sigurmarki leiksins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×