Enski boltinn

Chamakh vill fá Gourcuff til Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gourcuff er hér með Thierry Henry, fyrrum leikmanni Arsenal.
Gourcuff er hér með Thierry Henry, fyrrum leikmanni Arsenal.

Framherjinn Marouane Chamakh, sem Arsenal keypti á dögunum frá Bordeaux, segir að fyrrum félagi sinn hjá Bordeaux, Yoann Gourcuff, yrði frábær arftaki Fabregas ef hann færi frá Arsenal.

"Það væri frábært ef Gourcuff kæmi til Arsenal," sagði Chamakh en Gourcuff hefur lagt upp ófá mörkin fyrir framherjann.

Gourcuff gat ekkert á HM frekar en aðrir Frakkar og fékk að líta rauða spjaldið í lokaleik liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×