Fótbolti

Robinho reynir að komast frá Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Robinho skemmtir sér konunglega á HM. Hann er hér með Kaká.
Robinho skemmtir sér konunglega á HM. Hann er hér með Kaká.

Brasilíumaðurinn Robinho hefur ítrekað að hann hafi engan áhuga á því að snúa aftur til Man. City og umboðsmenn hans vinna að því hörðum höndum þessa dagana að koma honum frá félaginu.

Sjálfur er leikmaðurinn auðvitað á HM með brasilíska landsliðinu þar sem hann hefur staðið sig vel. Svo vel að forráðamenn City gætu orðið tregir til þess að sleppa honum.

Robinho var lánaður til Santos í heimalandinu síðasta vetur þar sem hann fór síðan á kostum. Leikmaðurinn hefur lýst yfir áhuga á að komast til Barcelona en Börsungar eru ekki eins spenntir fyrir því að fá hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×