Fótbolti

England verður aftur í rauðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe skoraði í rauðu gegn Slóveníu.
Jermain Defoe skoraði í rauðu gegn Slóveníu. Nordic Photos / Getty Images

FIFA hefur staðfest að England muni spila í rauðu búningunum sínum gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum HM á sunnudaginn kemur.

Rauðu búningarnir eru varabúningar enska landsliðsins en aðaltreyjur bæði enska liðsins og þess þýska eru hvítar. Þar sem enska liðið er skilgreint sem „útliðið“ í leiknum þurfa þeir að leika í varabúningnum.

Það er þó talið að leikmenn sjálfir kjósi hvort eð er að spila í rauðu búningunum, enda var England heimsmeistari árið 1966 í rauðum búningum, einmitt eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleik.

England lék líka í rauðum treyjum gegn Slóveníu fyrr í vikunni en þá einnig í rauðum stuttbuxum, í stað hvítra eins og vaninn er.

Líklegt er að þeir ensku munu aftur spila í alrauðum búningum á sunnudaginn enda hefur England aldrei tapað í þau fimm skipti sem leikmenn hafa spilað þannig klæddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×