Fótbolti

Fabregas: Kemur ekki til greina að fara heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas, leikmaður Spánar, segir það ekki koma til greina að klúðra HM í leiknum gegn Chile. Flestir spáðu Spánverjum sigri í mótinu en óvænt tap gegn Sviss í fyrsta leik setti allt í uppnám hjá liðinu.

Fyrir vikið verða Spánverjar að leggja Chile til þess að gulltryggja sig inn í sextán liða úrslit keppninnar.

"Við höfum eytt tveimur árum í að berjast við að komast hingað og viljum ekki kasta því á glæ núna. Svona tækifæri koma kannski aðeins einu sinni á ævinni þannig að við erum ekki einu sinni að hugsa um þann möguleika að þurfa að fara heim," sagði Fabregas.

"Það er eins hjá okkur og Englandi gegn Slóveníu, það er allt undir á þessum eina leik. Við verðum að vinna, við bara verðum að vinna. Chile er komið með annan fótinn áfram og jafntefli er fínt fyrir þá en ekki okkur. Þetta verður hörkubarátta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×