Fótbolti

Möguleikarnir í H-riðli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Villa, til vinstri, og Mauricio Isla munu eigast við í leik Spánar og Chile í kvöld.
David Villa, til vinstri, og Mauricio Isla munu eigast við í leik Spánar og Chile í kvöld. Nordic Photos / AFP
Mikil spenna verður í lokaleikjum riðlakeppninnar í kvöld þegar að síðustu tveir leikirnir fara fram í H-riðli.

Chile er nú á toppi riðilsins með fullt hús stiga en Spánn og Sviss koma næst með þrjú stig hvort. Hondúras er svo stigalaust á botninum.

En þrátt fyrir góða stöðu Chile er alls ekki víst að liðið komist áfram. Ef liðið tapar fyrir Evrópumeisturum Spánar í dag þarf Chile að treysta á hagstæð úrslit úr leik Sviss og Hondúras.

Þeir svissnesku verða að teljast sigurstranglegri aðilinn gegn Hondúras. Ef það gengur eftir og Sviss vinnur í dag gæti sú staða komið upp að Chile, Spánn og Sviss verða öll með sex stig. Þá eru reyndar Spánverjar alltaf öruggir áfram en það mun ráðast á markatölu hvort Sviss eða Chile fylgja þeir áfram í 16-liða úrslitin.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið fara áfram miðað við að Spánn og Sviss vinna sína leiki í kvöld.

1) Sviss kemst áfram ef Spánn og Sviss vinna leiki sína með samanlögðum þriggja marka mun.

2) Ef báðum leikjum lýkur með eins marks sigri þarf Sviss að skora tveimur mörkum meira en Chile í kvöld.



3)
Að öðrum kosti kemst Chile áfram með Spáni.

Þó skal skýrt tekið fram að enn eiga öll fjögur lið möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Áhugasamir geta lesið sig til um möguleika liðanna á vef Wikipedia eða með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×