Fótbolti

Ráðherra á Ítalíu: Lúxus innflytjendur skemma landsliðið okkar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Roberto Calderoli er umdeildur ráðherra á Ítalíu. Hann tilheyrir flokki sem er langt til hægri og styður ekki að innflytjendum sé hleypt til Ítalíu. Hann kennir einmitt innflytjendum um slæmt gengi Ítala á HM. "Þeir fá milljónir í laun, fætur þeirra eru gerðir úr hlaupi og þeir eru ekki í neinu formi," sagði Calderoli um menn sem hann kallar "lúxus innflytjendur" sem spila fótbolta. "Þetta tap og þessi árangur færir landsliðinu okkar ófyrirsjáanlegan skaða sem sér ekki fyrir endann á." "Þessi lélegi árangur er afrakstur algjörlega bilaðrar íþróttastefnu þar sem við sjáum deildina, bikarinn og Meistaradeildina unnar án þess að nokkur Ítali spili í liðunum, og þjálfarinn er ekki ítalskur heldur," sagði ráðherrann. Reyndar eru nokkir Ítalir í liði Inter sem vann þrennuna á síðasta tímabili, meðal annara Fransesco Toldo og Marco Materazzi. Calderoli hélt áfram. "Því miður fyrir Lippi þá geta þessir lúxus innflytjendur ekki spilað með landsliðinu okkar og úrslitin á HM endurspegla þetta. Við þurfum að fá innlenda leikmenn til að spila í liðunum okkar," sagði ráðherrann óhress.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×