Fótbolti

Ferguson: Lið frá Suður-Ameríku mun vinna HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er enn á því að lið frá Suður-Ameríku muni vinna HM. Ferguson spáði því fyrir mótið og hefur ekki breytt um skoðun eftir því sem líður á mótið.

"Ég hef sérstaklega mikla trú á Brasilíu. Ég sagði líka að Paragvæ myndi skapa usla. Þeir gefa fá færi á sér og hafa styrk og hraða. Chile hefur staðið sig vel og Argentína hefur sýnt mesta stöðugleikann. Brasilíumenn hafa síðan alltaf ákveðna töfra í sínu liði. Þegar fólk byrjar að afskrifa liðið þá kemur eitthvað sérstakt því leikmenn koma inn í þetta frábæra umhverfi þar sem þeir eiga að njóta sín og tjá sig á vellinum," sagði Ferguson.

Skoski stjórinn vill ekki afskrifa England strax þrátt fyrir afar erfiða byrjun á mótinu.

"Það héldu allir heima að þeir myndu vinna HM og það er vond pressa til að taka með inn í svona mót. Þeir mæta ungu þýsku liði og það vinnur með Englandi. Þetta verður erfitt fyrir bæði lið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×