Fleiri fréttir

Anelka missir af jólaleikjunum

Nicolas Anelka verður ekki með Chelsea þegar liðið mætir Birmingham og Fulham á milli jóla og nýárs.

Dunga, þjálfari Brassa: Juventus að eyðileggja Felipe Melo og Diego

Carlos Dunga, þjálfari Brasilíumanna, hefur komið löndum sínum til varnar en þeir Felipe Melo og Diego hafa mátt þola harða gagnrýni á sínu fyrsta ári með Juventus. Dunga segir að Ciro Ferrara eigi sök á því þar sem hann lætur þá spila út úr sínum stöðum.

Fékk aukaleik í bann fyrir að eyða tíma aganefndar

Michael Turner, miðvörður Sunderland, fékk fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í lok leiksins á móti Manchester City á laugardaginn. Turner átti þá að hafa farið viljandi með olnbogann í andlit Gareth Barry þegar þeir stukku saman upp í skallabolta.

Xabi Alonso: Gott að fá jólafrí á nýjan leik

Xabi Alonso, miðjumaður Real Madrid og fyrrum leikmaður Liverpool, fær nú að kynnast því að fá jólafrí frá fótboltanum eftir að hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni síðustu fimm ár þar sem leikjaálagið er mikið yfir hátíðirnar.

Michael Schumacher mættur aftur í formúluna - samdi við Mercedes

Michael Schumacher mun keppa aftur í formúlu eitt á næsta ári en þessi sjöfaldi heimsmeistari er búinn að gera eins árs samning við Mercedes-liðið. Þetta var tilkynnt ellefu dögum áður en Þjóðverjinn fagnar 41 árs afmæli sínu en hann verður langelsti ökumaðurinn í formúlu eitt.

Wenger býst ekki við Van Persie aftur á þessu tímabili

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er nánast búinn að afskrifa það að Hollendingurinn Robin van Persie spili aftur með enska liðinu á þessu tímabili. Robin van Persie meiddist illa á liðböndum í ökkla í landsleik á móti Ítalíu 14. nóvember og verður allavega frá fram í apríl.

Fernando Torres: Það væri rangt að reka Rafael Benítez

Fernando Torres, framherji Liverpool, segir að slakt gengi liðsins sé sér og öðrum leikmönnum liðsins að kenna en liðið situr nú í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir aðeins tvo deildarsigra í síðustu átta leikjum.

Mourinho er sama um álit fjölmiðla

Jose Mourinho, þjálfari Inter, er ekki hættur að skammast út í fjölmiðla þó svo hann segi að skrif þeirra bíti ekki á sig.

Ivanovic í stað Pepe?

Real Madrid hefur nú beint spjótum sínum að Branislav Ivanovic, leikmanni Chelsea, en spænska félagið leitar nú logandi ljósi að leikmanni í stað Portúgalans Pepe sem spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Eiður kominn í frystirinn

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki lengur í kuldanum hjá Guy Lacombe, þjálfara Monaco, því hann er einfaldlega kominn í frystirinn.

Hjálmar framlengdi við Fram

Framarar fengu gleðitíðindi í dag þegar Hjálmar Þórarinsson skrifaði undir nýjan samning við félagið.

Gerrard selur Audi-inn sinn

Ef einhverjir stuðningsmenn Liverpool eru ekki búnir að kaupa allar jólagjafirnar í ár þá má benda þeim á að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er að selja eitt stykki Audi-glæsibifreið.

Mancini vill halda Robinho

Hinn nýráðni þjálfari Man. City, Roberto Mancini, vill að Brasilíumaðurinn Robinho verði áfram hjá félaginu og hjálpi til við að skrifa sögu félagsins.

EM-hópur Dana tilbúinn

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur valið þá sextán leikmenn sem munu spila á EM í Austurríki í janúar.

Alberto Aquilani er sá nýjasti til að fara í legkökunudd

Alberto Aquilani, ítalski miðjumaðurinn hjá Liverpool, er síðasta fótboltastjarnan til þess að fljúga suður til Serbíu til þess að fara í hið fræga legkökunudd, sem er óvenjuleg lækningaraðferð serbneskar konu sem hefur reynst mörgum vel.

Messi: Ég ætla að spila betur fyrir Argentínu á HM

Lionel Messi var auðmjúkur þegar hann tók við enn einum verðlaunum í gær nú sem besti knattspyrnumaður heims. Hann notaði tækifærið og reyndi að blíðka landa sinna í Argentínu sem hafa gagnrýnt hann mikið fyrir frammistöðuna með argentínska landsliðinu.

Federer og Serena best á tennisvellinum á árinu

Roger Federer og Serena Williams eru Heimsmeistarar Alþjóðatennissambandsins fyrir árið 2009 en þetta eru verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í risamótunum fjórum, mótaröðinni, Davis-bikarnum og Fed-bikarnum.

Stóri Sam vill fá James Beattie til Blackburn

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, er að reyna að næla í James Beattie frá Stoke og hefur meðal annars boðið Jason Roberts í skiptum fyrir Beattie sem lenti eins og kunnugt er í útistöðum við Tony Pulis, stjóra Stoke, fyrr í þessum mánuði.

Ancelotti má eyða 55 milljónum punda í janúarglugganum

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er tilbúinn að láta stjórann Carlo Ancelotti fá 55 milljónir punda til þess að kaupa nýja leikmenn til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta kemur fram í frétt hjá Telegraph.

Abou Diaby hjá Arsenal: Ég þarf að vera grimmari

Abou Diaby, miðjumaður Arsenal, hefur staðið sig vel á tímabilinu og margir sjá glytta í Patrick Vieira takta þegar hann er upp á sitt besta. Diaby segir að Arsenal-liðið þurfi að herða sig upp ætli það sér að fara að vinna titla á nýjan leik.

Stjórar City á meðan Sir Alex Ferguson hefur verið hjá United

Roberto Mancini verður fjórtándi framkvæmdastjórinn sem sest í stjórastólinn hjá Manchester City síðan að Sir Alex Fergsuson kom til Manchester United. Fergsuson gerðist stjóri United í nóvember 1986 en hér fyrir neðan má sjá þá þrettán stjóra sem hafa komið og farið hjá City-liðinu.

Englendingar mæta Egyptum á Wembley í mars

Enska landsliðið ætlar að undirbúa sig fyrir leikinn við Alsír í riðlakeppni HM í Suður-Afríku með því að mæta Afríkumeisturum Egypta á Wembley í mars. Það voru einmitt Alsíringar sem skildu Egypta eftir í undankeppni eftir 1-0 sigur í sérstökum aukaleik.

Helena fyrst til að vera valin fimm ár í röð

Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson voru í gær valin körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður ársins 2009 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Þau settu bæði með því met, Jón Arnór fékk þessa útnefningu í sjöunda sinn og Helena varð fyrst til þess að hljóta hana fimm ár í röð.

Robbie Keane verður áfram fyrirliði Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar samkvæmt heimildum BBC ekki að taka fyrirliðabandið af Robbie Keane þrátt fyrir að Keane hafi verið einn af aðalmönnunum á bak við leyni-jólapartý Tottenham-manna í Dublin í næstu viku.

Benítez þarf að selja leikmenn til að geta keypt nýja

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, hefur ekki alltof mikla möguleika til þess að styrkja leikmannahóp Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar þar sem fjárhagsstaða félagsins gefur litla sem enga möguleika eins og staðan er í dag.

Phoenix tapaði fyrsta heimaleiknum á tímabilinu

Cleveland Cavaliers varð fyrsta liðið til að vinna í Phoenix á þessu NBA-tímabili þegar liðið vann 109-91 sigur í nótt. Phoenix Suns var búið að vinna alla tíu heimaleiki sína til þessa og alls 19 heimaleiki í röð.

Yfirtökuskylda að myndast hjá Kroenke

Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke færðist skrefi nær því að eignast Arsenal í dag er hann keypti 25 hluti í félaginu á rúmlega 212 þúsund pund.

Gourcuff efstur á óskalista Inter

Frakkinn Yoann Gourcuff hjá Bordeaux er efstur á óskalista Jose Mourinho, þjálfara Inter, fyrir jólin en ólíklegt er talið að þessi 23 ára miðjumaður endi í pakkanum hjá Portúgalanum.

Fergie hrifinn af Frey

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætli að bjóða í Sebastien Frey í janúar þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar.

Athyglisverðir atkvæðaseðlar - Diego og Puyol bestir í heimi?

Það eru landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar sem velja besta knattspyrnumann heims hjá FIFA. Það er alltaf áhugavert að rýna í atkvæðaseðlana og á stundum er engu líkara en þeir sem kjósa hafi ekki séð fótbolta í mörg ár.

Ólafur og Hermann völdu báðir Messi

Lionel Messi var kjörinn besti knattspyrnumaður heims með miklum yfirburðum. Hann fékk meðal annars fullt hús á báðum atkvæðaseðlunum frá Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir