Enski boltinn

Wenger býst ekki við Van Persie aftur á þessu tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie var borinn útaf eftir tíu mínútur í leiknum á móti Ítölum.
Robin van Persie var borinn útaf eftir tíu mínútur í leiknum á móti Ítölum. Mynd/AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er nánast búinn að afskrifa það að Hollendingurinn Robin van Persie spili aftur með enska liðinu á þessu tímabili. Robin van Persie meiddist illa á liðböndum í ökkla í landsleik á móti Ítalíu 14. nóvember og verður allavega frá fram í apríl.

„Ef þú hugsar mjög jákvætt þá segir þú að hann komi til baka í apríl," sagði Wenger við heimasíðu Arsenal. „Ef þú ert hinsvegar varkár þá spáir þú því að hann komi til baka í maí og þá er tímabilið að klárast," segir Wenger.

„Ég hugsaði strax að hann myndi ekki spila meira á tímabilinu en ég vonast til þess að hann komi mér á óvart," sagði Wenger en Robin van Persie er búinn að skora 8 mörk í 15 leikjum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×