Enski boltinn

Robbie Keane verður áfram fyrirliði Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane, fyrirliði Tottenham.
Robbie Keane, fyrirliði Tottenham. Mynd/AFP

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar samkvæmt heimildum BBC ekki að taka fyrirliðabandið af Robbie Keane þrátt fyrir að Keane hafi verið einn af aðalmönnunum á bak við leyni-jólapartý Tottenham-manna í Dublin í næstu viku.

Stór hluti Tottenham-liðsins flugu til Dublin aðeins fjórum dögum áður en liðið tapaði 0-1 á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Leikmennirnir sem stálust til þess að halda þessa jólagleði án leyfis þurfa allir að gefa pening til góðgerðamála.

Harry Redknapp, sem hafði varað sína menn við að halda jólapartý, hefur sagt ætla að taka þessu máli innanhúss og Robbie Keane var varamaður í næsta leik á eftir eða þegar liðið vann 2-0 útisigur á Blackburn um síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×