Enski boltinn

Ancelotti má eyða 55 milljónum punda í janúarglugganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roman Abramovich.
Roman Abramovich. Mynd/AFP
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er tilbúinn að láta stjórann Carlo Ancelotti fá 55 milljónir punda til þess að kaupa nýja leikmenn til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta kemur fram í frétt hjá Telegraph.

Abramovich hefur samt gefið það út að hann ætli ekki að láta pressa sig í að borga yfirverð fyrir leikmenn þótt að þetta gæti verið eini möguleikinn Chelsea til að kaupa leikmenn áður en þeir fara í félagsskiptabann hjá FIFA.

Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og liðið mun missa Didier Drogba, Salomon Kalou og John Obi Mikel á meðan Afríkukeppni landsliða fer fram í upphafi ársins.

Argentínumaðurinn Sergio Aguero er efstur á lista Chelsea en varnarmiðjunmaður Mónakó, Jerko Leko, er einnig eftirsóttur hjá enska liðinu. Á listanum eru einnig menn eins og Luis Suarez, framherji Ajax, Daniele De Rossi, miðjumaður Roma og Jack Rodwell hjá Everton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×