Enski boltinn

Stóri Sam vill fá James Beattie til Blackburn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Beattie.
James Beattie. Mynd/AFP

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, er að reyna að næla í James Beattie frá Stoke og hefur meðal annars boðið Jason Roberts í skiptum fyrir Beattie sem lenti eins og kunnugt er í útistöðum við Tony Pulis, stjóra Stoke, fyrr í þessum mánuði.

Sam Allardyce hefur ekki úr miklum peningum að moða og er því að reyna skiptileiðina til þess að fá nýtt blóð í Blackburn-liðið sem sárvantar markaskorara enda hefur liðið aðeins skorað 17 mörk í 18 deildarleikjum tímabilsins.

James Beattie hefur ekki náð að fylgja á eftir síðasta tímabili þar sem hann skoraði 7 mörk í 16 leikjum fyrir Stoke en Beattie hefur aðeins skorað 2 mörk í 16 leikjum á þessu tímabili. Beattie hóf ferillinn með Blackburn en fékk ekki fyrsta alvöru tækifærið fyrr en hann fór til Southampton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×