Enski boltinn

Benítez þarf að selja leikmenn til að geta keypt nýja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benítez, stjóri Liverpool.
Rafael Benítez, stjóri Liverpool. Mynd/AFP

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, hefur ekki alltof mikla möguleika til þess að styrkja leikmannahóp Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar þar sem fjárhagsstaða félagsins gefur litla sem enga möguleika eins og staðan er í dag.

Benítez þarf því að treysta á það að fá menn að láni eða ná að selja þá leikmenn sem eru ekki í náðinni hjá honum til þess að afla pening fyrir nýjum leikmönnum. Leikmenn eins og Ryan Babel, Andriy Voronin, Andrea Dossena og Philipp Degen hafa allir verið nefndir til sögunnar enda ekki að fá mikil tækifæri á Anfield.

Liverpool-liðið er í mikilli lægð þessa daganna og Benítez þarf nauðsynlega að fá nýtt blóð inn í liðið. Það bíður hans hinsvegar mikill hausverkur að reyna leysa þessa kreppustöðu sem hann er í og afla nægilegs penings til þess að kaupa leikmann sem getur hrist upp í liðinu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×