Enski boltinn

Mancini vill halda Robinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Robinho og félagar.
Robinho og félagar.

Hinn nýráðni þjálfari Man. City, Roberto Mancini, vill að Brasilíumaðurinn Robinho verði áfram hjá félaginu og hjálpi til við að skrifa sögu félagsins.

Robinho hefur verið orðaður við Barcelona síðustu vikur og sjálfur sagðist hann vilja ræða við Mancini um framtíð sína hjá félaginu.

„Robinho er frábær leikmaður og það er nauðsynlegt fyrir svona frábæra leikmenn að búa til sögu félags. Ég spilaði með Sampdoria í 15 ár og ég skrifaði sögu þess félags. Robinho getur gert það sama hér," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×