Fótbolti

Englendingar mæta Egyptum á Wembley í mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello, þjálfari Englendinga, er umsetinn blaðamönnum þessa dagana.
Fabio Capello, þjálfari Englendinga, er umsetinn blaðamönnum þessa dagana. Mynd/AFP

Enska landsliðið ætlar að undirbúa sig fyrir leikinn við Alsír í riðlakeppni HM í Suður-Afríku með því að mæta Afríkumeisturum Egypta á Wembley í mars. Það voru einmitt Alsíringar sem skildu Egypta eftir í undankeppni eftir 1-0 sigur í sérstökum aukaleik.

Þetta verður fyrsti leikur Englendinga á þessu ári og í fyrsta sinn sem Egyptar spila á Wembley-vellinum. Síðasti leikur þjóðanna var á HM á Ítalíu fyrir 19 árum og þann leik vann England 1-0 með marki Mark Wright.

Fabio Capello, þjálfari Englendinga, er einnig að reyna að redda vináttuleik á móti Mexíkó í maí til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn á móti Bandaríkjunum á HM. Enska landsliðið mun spila einn leik til viðbótar fyrir HM og er líklegast að hann verði á móti Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×