Enski boltinn

Fergie hrifinn af Frey

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sebastien Frey.
Sebastien Frey.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætli að bjóða í Sebastien Frey í janúar þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar.

Franski markvörðurinn hefur farið á kostum með Fiorentina í vetur og Ferguson ku sjá hann fyrir sér sem fullkominn arftaka Edwin van der Sar.

Það verður samt ekki auðvelt að klófesta markvörðinn þar sem samningur hans við félagið er til ársins 2013. Þess utan kostar litlar 18 milljónir evra að kaupa upp samning markvarðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×