Enski boltinn

Fernando Torres: Það væri rangt að reka Rafael Benítez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/AFP

Fernando Torres, framherji Liverpool, segir að slakt gengi liðsins sé sér og öðrum leikmönnum liðsins að kenna en liðið situr nú í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir aðeins tvo deildarsigra í síðustu átta leikjum.

„Ég tel að það væri rangt að reka stjórann því það er ekki rétta lausnin," sagði Fernando Torres.

„Stjórinn er ekki að spila leikina þannig að við verðum að vera þolinmóðir og vinna með honum í þessu. Við erum þeir sem þurfum að breyta genginu inn á vellinum og finna lausnina," sagði Torres.

Torres vill sjá liðið fá nýja leikmenn þegar glugginn opnar. „Það væri mjög jákvætt að fá sterka leikmenn til liðsins en félagið er í erfiðari stöðu því það eru ekki peningar til að kaupa bestu mennina sem eru í boði," sagði Torres.

„Þetta er erfið staða en öll bestu félögin í heimi lenda stundum í svona slæmum aðstæðum. En eins og öll önnur stórlið þá mun Liverpool komast í gegnum þetta. Ég hef trú á mér og mínu liði og veit að við erum nægilega góðir," sagði Torres.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×