Enski boltinn

Anelka missir af jólaleikjunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka í leik með Chelsea.
Nicolas Anelka í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Nicolas Anelka verður ekki með Chelsea þegar liðið mætir Birmingham og Fulham á milli jóla og nýárs.

Chelsea mætir Birmingham á öðrum degi jóla og svo Fulham í byrjun næstu viku. Anelka er tognaður á vöðva í kálfa og missti af leik Chelsea gegn West Ham um helgina af þeim sökum.

Ekki er útilokað að Anelka verði enn lengur frá vegna meiðslanna en forráðamenn Chelsea vona að hann geti spilað með liðinu gegn Watford í ensku bikarkeppninni í byrjun janúar.

Þetta eru einnig slæmar fréttir fyrir Chelsea þar sem hinn aðalframherji liðsins, Didier Drogba, verður frá lengst í janúar vegna þátttöku hans í Afríkukeppni landsliða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×