Fótbolti

Athyglisverðir atkvæðaseðlar - Diego og Puyol bestir í heimi?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diego er vinsæll í kínversku Taipei.
Diego er vinsæll í kínversku Taipei. Nordic Photos/Getty Images

Það eru landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar sem velja besta knattspyrnumann heims hjá FIFA. Það er alltaf áhugavert að rýna í atkvæðaseðlana og á stundum er engu líkara en þeir sem kjósa hafi ekki séð fótbolta í mörg ár.

Mörg ógild atkvæði eru á seðlunum í ár. Hugsanlega þar sem leikmennirnir sem voru tilnefndir eru hættir. Í það minnsta hafa menn sem eru að ljúka ferlinum óvænt dúkkað upp með stig á síðustu árum.

Í kínversku Taipei eru menn afar hrifnir af Brasilíumanninum Diego. Landsliðsfyrirliðinn kaus Diego besta leikmann heims og landsliðsþjálfarinn setti hann í annað sætið hjá sér. Eflaust erfitt að finna marga sem eru sammála þessu kjöri.

Carles Pyuol, fyrirliði Barcelina er efstur á lista hjá landsliðsþjálfurum Tælands og Namibíu. De Sousa Cheung frá Macau setti aftur á móti David Villa efstan á sinn lista. Þessir leikmenn voru ekki að fá mikið fleiri stig.

Að lokum er hér stuttur listi með atkvæðum þekktra einstaklinga:

Javier Mascherano: 1. Essien, 2. Gerrard, 3. Henry

Dimitar Berbatov: 1. Messi, 2. Ronaldo, 3. Torres

John Terry: 1. Drogba, 2. Ballack, 3. Iniesta

Darren Fletcher: 1. Ronaldo, 2. Messi, 3. Torres.

Diego Maradona: 1. Drogba, 2. Rooney, 3. Zlatan

Dunga: 1. Torres, 2. Lampard, 3. Drogba.

Fabio Capello: 1. Messi, 2. Torres, 3. Buffon








Fleiri fréttir

Sjá meira


×