Fótbolti

Eiður kominn í frystirinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður fær vart að klæðast búningi Monaco þessa dagana.
Eiður fær vart að klæðast búningi Monaco þessa dagana.

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki lengur í kuldanum hjá Guy Lacombe, þjálfara Monaco, því hann er einfaldlega kominn í frystirinn.

Þriðja leikinn í röð er Eiður Smári ekki valinn í leikmannahóp félagsins en Monaco mætir Le Mans á morgun.

Sögusagnir um að Eiður yfirgefi herbúðir Monaco í janúar fá líklega byr undir báða vængi við þessi tíðindi en mánuðirnir í franska boltanum hafa verið honum afar erfiðir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×