Fleiri fréttir

Víkingar fá Bjarka og Spangsberg

Víkingur Reykjavík samdi í dag við tvo leikmenn. Það eru markvörðurinn Bjarki Freyr Guðmundsson sem kemur úr Þrótti og sóknarmaðurinn Jakob Spangsberg sem kemur frá Leikni í Breiðholti.

Vonast til að Tosic þróist eins og Ronaldo

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sagt Zoran Tosic að taka Cristiano Ronaldo til fyrirmyndar. United keypti Tosic á dögunum frá Partizan Belgrad.

Fabregas reynir að hugsa ekki um fótbolta

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að það sé of erfitt að horfa á leiki liðsins meðan hann er meiddur. Fabregas mun ekki geta spilað fyrr en í apríl vegna meiðslanna.

Torres: Get vel spilað með Keane

Fernando Torres segist vel geta myndað sterkt sóknarpar með Robbie Keane hjá Liverpool. Ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að þeir tveir henti ekki hvor öðrum

Scolari: Þarf að byrja upp á nýtt

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, tekur á sig alla ábyrgð fyrir tapi Chelsea fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Mercedes tilbúið að liðsinna Honda

Honda leitar enn kaupanda að Formúlu 1 liði sínu sem tekur yfir launagreiðslur til liðsmanna liðsins. Ef ekki tekst að selja liðið er talið að Honda verði að borga starfsmönnum 100 miljónir dala í bætur, en á sjöunda hundrað manns verða þá avinnulausir.

Aroni líkar vel að spila í vörn

Aron Einar Gunnarsson segist meira en reiðubúinn að leysa stöðu miðvarðar hjá enska B-deildarliðinu Coventry í fjarveru annarra varnarmanna liðsins.

Drogba orðaður við Marseille

Franskt dagblað segir að Marseille sé að skoða þann möguleika að fá Didier Drogba aftur til félagsins frá Chelsea.

West Brom að fá nýjan framherja

Líklegt þykir að enska úrvalsdeildarfélagið West Bromwich Albion fái framherjann Ariza Makukula að láni frá Benfica í Portúgal út tímabilið.

Ellefu kærðir í máli Sol Campbell

Ellefu manns, á aldrinum þrettán til 54 ára, hafa verið kærðir fyrir að syngja niðrandi söngva um Sol Campbell, leikmann Portsmouth.

Boa Morte á leið til Hull

West Ham hefur samþykkt tilboð Hull City í Luis Boa Morte en Hull er einnig á góðri leið með að ná samkomulagi um Kevin Kilbane, leikmann Wigan.

188 fallnir úr leik í Dakar rallinu

Mótsstjórn Dakar rallsins tilkynnti í morgun að sérleið dagins hefði verið stytt um 200 km, en hún verður engu að síður 476 km löng. Snemma í morgun lögðu 329 ökutæki af stað á leið sem er sögð sú erfiðasta í rallinu.

Fullyrt að Ronaldo hafi náð samkomulagi við Real

Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague heldur því fram á heimasíðu sinni í dag að Christiano Ronaldo hafi náð samkomulagi við Real Madrid um að spila með félaginu á næstu leiktíð.

Anelka ósáttur við Scolari

Enska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Nicolas Anelka, framherja Chelsea, og Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóra liðsins, hafi lent saman á æfingu fyrir leikinn gegn Manchester United.

Ólafur valdi Torres bestan

Cristiano Ronaldo var í kvöld kjörinn knattspyrnumaður ársins í heiminum 2008. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, og Hermann Hreiðarsson, landsliðsfyrirliði, höfðu báðir atkvæðisrétt.

Beattie til Stoke

Stoke hefur keypt sóknarmanninn James Beattie frá 1. deildarliðinu Sheffield United. Þessi þrítugi leikmaður hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning.

Torres telur Man Utd sigurstranglegast

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, telur að Manchester United sé sigurstranglegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigurinn á Chelsea. Liverpool er með fimm stiga forystu á United sem á hinsvegar tvo leiki til góða.

Bednar á óskalista Tottenham?

Umboðsmaður sóknarmannsins Roman Bednar segir að Tottenham Hotspur hafi áhuga á leikmanninum. Bednar leikur með West Bromwich Albion.

Forréttindi að vera undir stjórn Ferguson

„Þetta er draumur sem hefur ræst hjá mér að fá þessi verðlaun. Ég vil tileinka þau fjölskyldu minni," sagði Cristiano Ronaldo sem útnefndur var besti leikmaður heims 2008 í kvöld.

Sainz jók forskotið í Dakar

Spánverjinn Carls Sainz jók forskotið í Dakar rallinu í dag og náði besta tíma þriðja daginn í röð og í fimmta skipti frá upphafi mótsins. Keppendur óku 449 km sérleið í dag

Grindavík vann ÍR

Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit Subway-bikars karla eftir sigur á ÍR-ingum á heimavelli í kvöld 105-78. Átta liða úrslitum keppninnar lýkur annað kvöld með viðureign Njarðvíkur og Hauka.

Ronaldo bestur í heimi

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, er besti knattspyrnumaður heims. Þetta var opinberað á árlegu hófi FIFA sem fram fór í kvöld.

Endar Giggs ferilinn með Cardiff?

Ryan Giggs átti stórleik fyrir Manchester United um helgina þegar liðið vann stórsigur á Chelsea 3-0. Giggs útilokar það ekki að klára feril sinn með Cardiff City en Giggs ólst upp í Cardiff.

Marta til Bandaríkjanna

Hin brasilíska Marta, besta knattspyrnukona heims, er á leið í nýju kvennadeildina í Bandaríkjunum. Marta sagði í viðtali í dag að hún væri að fara að skrifa undir þriggja ára samning við Los Angeles Sol.

Guðjón nálægt því að taka við Færeyjum

Færeyskir fjölmiðlar opinbera í dag að Guðjón Þórðarson hafi verið nálægt því að taka við landsliði Færeyja fyrir skömmu. Enska liðið Crewe var einfaldlega á undan að krækja í Guðjón.

Birkir framlengdi við Viking

Birkir Bjarnason hefur skrifað undir nýjan samning við norska úrvalsdeildarfélagið Viking í Stafangri. Nýr samningur hans gildir til 2011.

Þeir sem skarað hafa fram úr

Fyrirtækið Actim sér um að halda utan um alla tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. Nú hafa flest lið deildarinnar leikið 21 leik en hér að neðan má sjá þá leikmenn sem skarað hafa fram úr hingað til.

Vonast til að halda Beckham lengur

Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan eru vongóðir um að halda David Beckham lengur en þessa tvo mánuði sem lánssamningur hans segir til um. Beckham var í byrjunarliði AC Milan í 2-2 jafnteflisleik gegn Roma.

Snæfell fær Lucious Wagner

Vefsíðan karfan.is greinir frá því í dag að Snæfell hafi gert munnlegt samkomulag við bandaríska leikstjórnandann Lucious Wagner. Leikmaðurinn lék með Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni í Hollandi á sínum tíma.

United haldið hreinu í tvo mánuði

Manchester United hefur ekki fengið á sig mark í ensku úrvalsdeildinni síðan Arsenal vann 2-1 sigur á liðinu þann 8. nóvember síðastliðinn.

Eggert: Pardew er greinilega sár

Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður West Ham, svaraði fyrir ásakanir Alan Pardew í samtali við Vísi í dag.

Wigan fékk atvinnuleyfi fyrir Rodallega

Fátt virðist koma í veg fyrir að framherjinn Hudo Rodallega frá Kólumbíu gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan á næstu dögum.

Megson hættur að eltast við Barton

Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton, segir að félagið muni ekki eltast lengur við að fá Joey Barton frá Newcastle eftir að tilboði félagsins var hafnað.

West Ham hafnaði öðru tilboði í Bellamy

West Ham hafnaði öðru tilboði frá Manchester City í Craig Bellamy samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar. Tilboðið mun hafa verið upp á níu milljónir punda.

Scolari: Ekki keypt í janúar

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að félagið muni ekki bæta við sig leikmönnum nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn í janúarmánuði.

Heskey sagður fara til Liverpool í sumar

Emile Heskey er sagður í Daily Mail í dag hafa skrifað undir samning þess efnis að hann gangi til liðs við Liverpool þegar samningur hans við Wigan rennur út í sumar.

Þrír útisigrar í úrslitakeppni NFL

Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina.

Pardew bar enga virðingu fyrir Eggerti

Alan Pardew, fyrrum knattspyrnustjóri West Ham, segir að það besta sem gat komið fyrir West Ham var að Eggert Magnússon skyldi hætta sem stjórnarformaður félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir