Enski boltinn

United haldið hreinu í tvo mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edwin van der Sar hefur verið öflugur á milli stanganna hjá United.
Edwin van der Sar hefur verið öflugur á milli stanganna hjá United. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United hefur ekki fengið á sig mark í ensku úrvalsdeildinni síðan Arsenal vann 2-1 sigur á liðinu þann 8. nóvember síðastliðinn.

United hefur ekki fengið á sig mark í átta deildarleikjum í röð en metið á Chelsea sem hélt hreinu í tíu leikjum í röð tímabilið 2004-5. Petr Cech fékk þá ekki á sig mark í 1025 mínútur.

Edwin van der Sar, markvörður United, hefur nú haldið hreinu í 763 mínútur sem er fjórði besti árangurinn á þessu sviði.

Petr Cech á einnig næstbesta árangurinn er hann hélt hreinu í 827 mínútur með Chelsea síðari hluta tímabilsins 2007. Alex Manninger og David Seaman héldu svo marki Arsenal hreinu í 823 mínútur árið 1998.

Ef van der Sar heldur hreinu í næsta leik United, gegn Wigan á miðvikudaginn, færist hann upp í annað sætið á listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×