Fótbolti

Guðjón nálægt því að taka við Færeyjum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón baðar sig í sólinni á Skaganum.
Guðjón baðar sig í sólinni á Skaganum.

Færeyskir fjölmiðlar opinbera í dag að Guðjón Þórðarson hafi verið nálægt því að taka við landsliði Færeyja fyrir skömmu. Enska liðið Crewe var einfaldlega á undan að krækja í Guðjón.

Færeyska knattspyrnusambandið var víst ekki tilbúið til að ganga frá samningum við Guðjón sem samdi þá við Crewe.

Jens Martin Knudsen, markmannsþjálfari færeyska landsliðsins og fyrrum markvörður Leifturs á Ólafsfirði, segir í viðtali við vefsíðuna dimma.fo að Guðjón hefði verið spennandi kostur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×