Enski boltinn

Boa Morte á leið til Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Boa Morte í leik með West Ham.
Luis Boa Morte í leik með West Ham. Getty

West Ham hefur samþykkt tilboð Hull City í Luis Boa Morte en Hull er einnig á góðri leið með að ná samkomulagi um Kevin Kilbane, leikmann Wigan.

Þetta staðfesti Phil Brown, knattspyrnustjóri Hull, í samtali við enska fjölmiðla. Hull mætir Newcastle í ensku bikarkeppninni á morgun en Brown á þó ekki von á því að þeir verði orðnir gjaldgengir í liðið fyrir þann leik.

„Vonandi verður þetta frágengið á fimmtudaginn eða föstudaginn," sagði Brown. „Við sögðum í upphafi tímabilsins að við ætluðum að fá leikmenn sem hafa reynslu af úrvalsdeildinni og þessir tveir falla í þann flokk. Það væri frábært fyrir félagið að fá svona leikmenn."

Boa Morte kom til West Ham frá Fulham fyrir fimm milljónir punda árið 2007 en hefur gengið illa að festa sig í sessi þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×