Enski boltinn

Scolari: Ekki keypt í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea.
Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að félagið muni ekki bæta við sig leikmönnum nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn í janúarmánuði.

„Við þurfum ekki fleiri leikmenn," sagði Scolari eftir að hans menn töpuðu 3-0 fyrir Manchester United um helgina. „Ég á ekki von á að fá leikmenn og vil ég þá ekki heldur. Þetta er minn leikmannahópu og ég ætla að fá þá til að gera betur."

„Miðað við hvernig við erum að spila í dag munum við ekki vinna neinar keppnir," bætti hann við. „Titilbaráttan er þó ekki búin. Það eru enn sautján leikir eftir af tímabilinu og veit því enginn hvað gerist."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×