Enski boltinn

Torres: Get vel spilað með Keane

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres.

Fernando Torres segist vel geta myndað sterkt sóknarpar með Robbie Keane hjá Liverpool. Ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að þeir tveir henti ekki hvor öðrum

„Auðvitað getum við spilað saman, það er samt stjórinn sem ákveður það. Hann ræður og er frábær knattspyrnustjóri," sagði Torres sem hafnaði í þriðja sæti í kjörinu á leikmanni ársins 2008 hjá FIFA.

„Stundum henta tveir leikmenn ekki í sama liðinu. Ég hef samt spilað oft með Robbie og við höfum skorað mörk með okkur saman. Við eigum eftir að spila oft saman, þetta fer bara eftir leiknum."

Torres hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni en er ákveðinn í að láta til sín taka seinni hluta tímabils. „Þetta  er allt að koma og ég vona að ég nái heilum leik sem fyrst. Þá get ég gleymt meiðslunum og spilað aftur fyrir Liverpool. Við erum á toppnum og ætlum að njóta þess áfram," sagði Torres.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×