Íslenski boltinn

Víkingar fá Bjarka og Spangsberg

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jakob Spangsberg í leik með Leikni. Mynd/Matthías Ægisson Leiknir.com
Jakob Spangsberg í leik með Leikni. Mynd/Matthías Ægisson Leiknir.com

Víkingur Reykjavík samdi í dag við tvo leikmenn. Það eru markvörðurinn Bjarki Freyr Guðmundsson sem kemur úr Þrótti og sóknarmaðurinn Jakob Spangsberg sem kemur frá Leikni í Breiðholti.

Bjarki verður 33. ára á árinu en hann hefur einnig leikið með KR, ÍA og Keflavík hér á landi. Hann skrifaði undir tveggja ára samning en Ingvar Kale sem varið hefur mark Víkinga undanfarin ár spilar ekki næsta sumar af persónulegum ástæðum.

Jakob Spangsberg hefur leikið með Leikni síðan árið 2004 og skorað 47 mörk í 88 mótsleikjum fyrir félagið. Hann lék um skamman tíma með Val árið 2006 en fékk ekki mörg tækifæri hjá Hlíðarendaliðinu. Hann hefur samþykkt eins árs samning frá Víkingum.

Víkingur féll úr úrvalsdeildinni 2007 og tókst ekki að vinna sér inn sæti þar aftur á síðustu leiktíð undir stjórn hins danska Jesper Tollefsen. Leifur Garðarsson tók við Víkingsliðinu eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×