Eggert: Pardew er greinilega sár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2009 15:58 Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður West Ham. Nordic Photos / Getty Images Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður West Ham, svaraði fyrir ásakanir Alan Pardew í samtali við Vísi í dag. Pardew kom fram í viðtali á Sky-sjónvarpsstöðinni í gær og sagði að hann hafi enga virðingu borið fyrir Eggerti. Jafnframt að það hafi verið það besta sem hefði getað hent félagið að Eggert hafi hætt á sínum tíma. „Þessi gagnrýni hjá Pardew lýsir honum og hans vandamálum best," sagði Eggert. „Það var ekkert leyndarmál að þegar við komum inn í félagið þá veðjuðum við á hann. Ég bar fulla virðingu fyrir honum og hafði fulla trú á honum sem knattspyrnustjóra." „En það sem gerði það að verkum að hann var ekki hæfur til að sinna sínu starfi voru þau fjölmörgu vandamál sem hann var að glíma við í sínu einkalífi. Þar að auki tel ég að þessi skjóti frami hafi stigið honum til höfuðs. Hann náði ekki að fóta sig á jörðinni." Björgólfur Guðmundsson keypti West Ham haustið 2006 í samstarfi við Eggert Magnússon sem um leið varð stjórnarformaður og framkvæmdarstjóri félagsins. Þann 11. desember sama ár var Pardew látinn fara en hann tók skömmu síðar við liði Charlton. „Það kom svo í ljós að frammistaðan hjá Charlton var ekki glæsileg. Ég sé ekki betur en að Charlton sé í langneðsta sæti B-deildarinnar eftir hann eftir að hafa átt glæsilegan feril í úrvalsdeildinni í mörg ár undir stjórn Alan Curbishley," sagði Eggert en Pardew hætti hjá Charlton undir lok nóvember í haust. Charlton er nú í neðsta sæti ensku B-deildarinnar, fimm stigum á eftir næsta liði. „Auðvitað er hann bitur og sár út í mig vegna þess að ég lét hann fara - einfaldlega vegna þess að hann þoldi ekki að heyra sannleikann um sín vandamál sem ég sagði honum beint út." „Hann vill sjálfsagt meina að allt það sem hefur á móti blásið hjá honum frá þeim tíma sér mér að kenna." Pardew sagði einnig í sama viðtali að Eggert hafi verið með óraunhæfar væntingar gagnvart leikmannakaupum og hafi í raun ekki borið skilning á hvernig sá heimur gekk fyrir sig. „Þetta er auðvitað bara rugl," sagði Eggert. „Það reyndi aldrei á þetta í okkar samskiptum einfaldlega vegna þess að hann var látinn fara áður en félagaskiptaglugginn opnaði." „Þessi ummæli um leikmenn og leikmannakaup eru dæmigerð fyrir hann. Ég held að hann ætti sjálfur að líta um öxl varðandi ýmis atriði, eins og komu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano til félagsins." „Sannleikurinn er bara sá að hann var ekki í standi til að vera knattspyrnustjóri. Þetta var óumflýjanlegt." Spurður um önnur mál sem sneru að West Ham á þeim tíma sem Eggert var stjórnarformaður sagðist hann ekki vilja tjá sig um þau að svo stöddu. Tengdar fréttir Pardew bar enga virðingu fyrir Eggerti Alan Pardew, fyrrum knattspyrnustjóri West Ham, segir að það besta sem gat komið fyrir West Ham var að Eggert Magnússon skyldi hætta sem stjórnarformaður félagsins. 12. janúar 2009 10:37 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður West Ham, svaraði fyrir ásakanir Alan Pardew í samtali við Vísi í dag. Pardew kom fram í viðtali á Sky-sjónvarpsstöðinni í gær og sagði að hann hafi enga virðingu borið fyrir Eggerti. Jafnframt að það hafi verið það besta sem hefði getað hent félagið að Eggert hafi hætt á sínum tíma. „Þessi gagnrýni hjá Pardew lýsir honum og hans vandamálum best," sagði Eggert. „Það var ekkert leyndarmál að þegar við komum inn í félagið þá veðjuðum við á hann. Ég bar fulla virðingu fyrir honum og hafði fulla trú á honum sem knattspyrnustjóra." „En það sem gerði það að verkum að hann var ekki hæfur til að sinna sínu starfi voru þau fjölmörgu vandamál sem hann var að glíma við í sínu einkalífi. Þar að auki tel ég að þessi skjóti frami hafi stigið honum til höfuðs. Hann náði ekki að fóta sig á jörðinni." Björgólfur Guðmundsson keypti West Ham haustið 2006 í samstarfi við Eggert Magnússon sem um leið varð stjórnarformaður og framkvæmdarstjóri félagsins. Þann 11. desember sama ár var Pardew látinn fara en hann tók skömmu síðar við liði Charlton. „Það kom svo í ljós að frammistaðan hjá Charlton var ekki glæsileg. Ég sé ekki betur en að Charlton sé í langneðsta sæti B-deildarinnar eftir hann eftir að hafa átt glæsilegan feril í úrvalsdeildinni í mörg ár undir stjórn Alan Curbishley," sagði Eggert en Pardew hætti hjá Charlton undir lok nóvember í haust. Charlton er nú í neðsta sæti ensku B-deildarinnar, fimm stigum á eftir næsta liði. „Auðvitað er hann bitur og sár út í mig vegna þess að ég lét hann fara - einfaldlega vegna þess að hann þoldi ekki að heyra sannleikann um sín vandamál sem ég sagði honum beint út." „Hann vill sjálfsagt meina að allt það sem hefur á móti blásið hjá honum frá þeim tíma sér mér að kenna." Pardew sagði einnig í sama viðtali að Eggert hafi verið með óraunhæfar væntingar gagnvart leikmannakaupum og hafi í raun ekki borið skilning á hvernig sá heimur gekk fyrir sig. „Þetta er auðvitað bara rugl," sagði Eggert. „Það reyndi aldrei á þetta í okkar samskiptum einfaldlega vegna þess að hann var látinn fara áður en félagaskiptaglugginn opnaði." „Þessi ummæli um leikmenn og leikmannakaup eru dæmigerð fyrir hann. Ég held að hann ætti sjálfur að líta um öxl varðandi ýmis atriði, eins og komu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano til félagsins." „Sannleikurinn er bara sá að hann var ekki í standi til að vera knattspyrnustjóri. Þetta var óumflýjanlegt." Spurður um önnur mál sem sneru að West Ham á þeim tíma sem Eggert var stjórnarformaður sagðist hann ekki vilja tjá sig um þau að svo stöddu.
Tengdar fréttir Pardew bar enga virðingu fyrir Eggerti Alan Pardew, fyrrum knattspyrnustjóri West Ham, segir að það besta sem gat komið fyrir West Ham var að Eggert Magnússon skyldi hætta sem stjórnarformaður félagsins. 12. janúar 2009 10:37 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Pardew bar enga virðingu fyrir Eggerti Alan Pardew, fyrrum knattspyrnustjóri West Ham, segir að það besta sem gat komið fyrir West Ham var að Eggert Magnússon skyldi hætta sem stjórnarformaður félagsins. 12. janúar 2009 10:37